Engin leyfi til vítamínbætingar
Nýr vítamínbættur gosdrykkur, Kristall Plús frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, hefur verið settur á markað. Ekki hefur verið sótt um leyfi til vítamínbætingar drykkjarins til Umhverfisstofu. Almennt gildir þó sú regla að ekki eigi að vítamínbæta matvæli án leyfis að sögn Elínar Guðmundsdóttur, forstöðumanns matvælasviðs Umhverfisstofu. Elín segir málið úr höndum Umhverfisstofnunar í bili enda sjái stofnunin ekki um eftirlit matvæla. Hún gerir þó fastlega ráð fyrir því að Heilbrigðiseftirlitið kanni hvort drykkurinn uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra drykkja. Í kjölfarið sé hugsanlegt að drykkurinn komi aftur til skoðunar á Umhverfisstofu. Kristall Plús inniheldur meðal annars B-vítamín og önnur bætiefni.