Ræða þrískiptingu ríkisvalds 7. júní 2005 00:01 Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi. Fundurinn verður í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og hefst klukkan 20. Framsögumennverða Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, lagaprófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Þar verður fjallað um spurninguna hvernig hægt sé að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins, löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Kristrún Heimisdóttir segir að Þjóðarhreyfingin telji mikilvægt að ræða þessa spurningu. Undanfarið hafi komið upp hitamál hér á landi sem hafi varðað temprun ríkisvaldsins. Annars vegar hafi það verið Íraksmálið sem hafi varðað þá spurningu hvort Alþingi þyrfti ekki að hafa einhvers konar eftirlit með því sem framkvæmdavaldið gerir. Hins vegar hafi það verið fjölmiðlamálið sem hafi varðað það hversu langt mætti í ganga í nafni svokallaðs þingræðis. Ástæðan fyrir því að þetta mál er rætt nú er fyrirhuguð endurskoðun stjórnarskrárinnar sem Kristrún segir stjórnmálamenn hafi jafnan litið á sem sitt einkamál en stjórnarskrárnefnd hafi gefið í skyn að sú umræða yrði opnuð. En hvernig tryggir maður þrískiptingu ríkisvaldsins? Kristrún segist ekki hafa einhlítt svar við því en það sé spurning sem reynt hafi verið að svara í að minnsta kosti 200 ár. Hún telji að það skipti mjög miklu máli að allir sem fari með ríkisvald skilji að það sé takmarkað vald og að öðrum aðilum beri að tempra það. Það fari enginn með alvald innan nokkurs málaflokks lengur í nútímalegum stjórnarskrárríkjum. Eins og fyrr segir verður fundurinn í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og fundarstaðurinn er engin tilviljun. Kristrún segir salinn einn sögurfrægasta stað landsins og þáttur hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sé geysilegur. Alþingi hafi verið endurreist í húsinu og fyrstu þingfundirnir hafi farið fram í salnum. Þá hafi þjóðfundurinn árið 1851 verið haldinn þar en þar hafi Jón Sigurðsson haft forgöngu um það að menn sögðu: Við mótmælum allir. Þjóðarhreyfinging velji þennan stað því hún vilji tengja umræðuna sem fram fari í byrjun 21. aldarinnar við lýðræðishefð Íslendinga og sögu landsins. Hreyfingin telji mikilvægt að þeirri hefð verði viðhaldið og að lýðræðið og stjórnskipanin verði áfram fyrir fólkið í landinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Hvernig á að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins? Það er spurningin sem Þjóðarhreyfingin veltir upp á fundi í kvöld að gefnu tilefni og á fundarstað sem ekki er valinn af handahófi. Fundurinn verður í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og hefst klukkan 20. Framsögumennverða Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, lagaprófessorarnir Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal, Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Þar verður fjallað um spurninguna hvernig hægt sé að tryggja þrískiptingu ríkisvaldsins, löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Kristrún Heimisdóttir segir að Þjóðarhreyfingin telji mikilvægt að ræða þessa spurningu. Undanfarið hafi komið upp hitamál hér á landi sem hafi varðað temprun ríkisvaldsins. Annars vegar hafi það verið Íraksmálið sem hafi varðað þá spurningu hvort Alþingi þyrfti ekki að hafa einhvers konar eftirlit með því sem framkvæmdavaldið gerir. Hins vegar hafi það verið fjölmiðlamálið sem hafi varðað það hversu langt mætti í ganga í nafni svokallaðs þingræðis. Ástæðan fyrir því að þetta mál er rætt nú er fyrirhuguð endurskoðun stjórnarskrárinnar sem Kristrún segir stjórnmálamenn hafi jafnan litið á sem sitt einkamál en stjórnarskrárnefnd hafi gefið í skyn að sú umræða yrði opnuð. En hvernig tryggir maður þrískiptingu ríkisvaldsins? Kristrún segist ekki hafa einhlítt svar við því en það sé spurning sem reynt hafi verið að svara í að minnsta kosti 200 ár. Hún telji að það skipti mjög miklu máli að allir sem fari með ríkisvald skilji að það sé takmarkað vald og að öðrum aðilum beri að tempra það. Það fari enginn með alvald innan nokkurs málaflokks lengur í nútímalegum stjórnarskrárríkjum. Eins og fyrr segir verður fundurinn í aðalsal Menntaskólans í Reykjavík og fundarstaðurinn er engin tilviljun. Kristrún segir salinn einn sögurfrægasta stað landsins og þáttur hans í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga sé geysilegur. Alþingi hafi verið endurreist í húsinu og fyrstu þingfundirnir hafi farið fram í salnum. Þá hafi þjóðfundurinn árið 1851 verið haldinn þar en þar hafi Jón Sigurðsson haft forgöngu um það að menn sögðu: Við mótmælum allir. Þjóðarhreyfinging velji þennan stað því hún vilji tengja umræðuna sem fram fari í byrjun 21. aldarinnar við lýðræðishefð Íslendinga og sögu landsins. Hreyfingin telji mikilvægt að þeirri hefð verði viðhaldið og að lýðræðið og stjórnskipanin verði áfram fyrir fólkið í landinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira