Hemlar verða að vera í lagi 7. júní 2005 00:01 Sigurður Helgason hjá Umferðarráði segir að margt þurfi að athuga áður en lagt er af stað með tjaldvagn eða fellihýsi í eftirdragi. "Í fyrsta lagi þarf að tryggja að tengibúnaðurinn sé skráður í skráningarskírteini bifreiðarinnar og tengibúnaðurinn verður líka að vera í lagi. Eins þarf að hafa í huga að eftirvagninn má ekki vera þyngri en skráð er í skráningarskírteini bílsins sem dregur hann," segir Sigurður. "Á skráningarskírteini er annras vegar gefið upp hve þungan eftirvagn má draga með hemlum og hins vegar án hemla. Í eldri bílum eru þessar upplýsingar ekki skráðar í skírteinið en þá er viðmiðunin sú að þyngd eftirvagnsins sé ekki meiri en helmingsþyngd bílsins sem dregur hann. Þ.e.a.s. ef vagninn er ekki búinn hemlum," segir Sigurður en allir vagnar sem eru þyngri en 750 kíló eiga að vera búnir hemlum. Þegar ekið er með tengivagn má ekki aka á meira en 80 km hraða. Sigurður segir að erfitt sé að fylgjast með því að sá hámarkshraði sé virtur og stundum skapist vissuelga raðir og teppur vegna tjaldvagna. "Ég held að lögreglan sjái dálítið í gegnum fingur sér með þessa hraðatakmörkun sérstaklega þegar umferð er mikil. Ef umferðin er á 80 þá kallar það á meiri framúrakstur og það er framúraksturinn sem er hættulegastur. Ökumenn með eftirvagna eiga samt að virða hraðatakmörkin og verða að fylgjast vel með umferðinni fyrir aftan sig og hleypa framúr þegar því verður við komið." Til að sjá aftur fyrir sig getur verið nauðsynlegt að framlengja hliðarspegla bílsins og ef vagninn er breiðari en bíllinn er skylda af hafa slíka framlengingu. Sigurður segir að eftirvagnar geti vissulega valdið slysum og því sé mikilvægt að huga vel að búnaðinum áður en haldið er af stað "Ef tengingin er ekki í lagi getur vagninn losnað og eins er töluverð hætta á ferðum ef vagninn er of þungur fyrir bílinn því þá getur vagninn tekið völdin af bílnum. Í hvassviðri þarf líka að vera vel á varðbergi því vagnarnir taka á sig mikinn vind. Það eru til dæmi um að eftirvagnar hafi valdið slysum og því er mikilvægt að fylgja þeim reglum sem gilda um slíka vagna. Það er nefnilega ástæða fyrir því að reglurnar eru settar." Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sigurður Helgason hjá Umferðarráði segir að margt þurfi að athuga áður en lagt er af stað með tjaldvagn eða fellihýsi í eftirdragi. "Í fyrsta lagi þarf að tryggja að tengibúnaðurinn sé skráður í skráningarskírteini bifreiðarinnar og tengibúnaðurinn verður líka að vera í lagi. Eins þarf að hafa í huga að eftirvagninn má ekki vera þyngri en skráð er í skráningarskírteini bílsins sem dregur hann," segir Sigurður. "Á skráningarskírteini er annras vegar gefið upp hve þungan eftirvagn má draga með hemlum og hins vegar án hemla. Í eldri bílum eru þessar upplýsingar ekki skráðar í skírteinið en þá er viðmiðunin sú að þyngd eftirvagnsins sé ekki meiri en helmingsþyngd bílsins sem dregur hann. Þ.e.a.s. ef vagninn er ekki búinn hemlum," segir Sigurður en allir vagnar sem eru þyngri en 750 kíló eiga að vera búnir hemlum. Þegar ekið er með tengivagn má ekki aka á meira en 80 km hraða. Sigurður segir að erfitt sé að fylgjast með því að sá hámarkshraði sé virtur og stundum skapist vissuelga raðir og teppur vegna tjaldvagna. "Ég held að lögreglan sjái dálítið í gegnum fingur sér með þessa hraðatakmörkun sérstaklega þegar umferð er mikil. Ef umferðin er á 80 þá kallar það á meiri framúrakstur og það er framúraksturinn sem er hættulegastur. Ökumenn með eftirvagna eiga samt að virða hraðatakmörkin og verða að fylgjast vel með umferðinni fyrir aftan sig og hleypa framúr þegar því verður við komið." Til að sjá aftur fyrir sig getur verið nauðsynlegt að framlengja hliðarspegla bílsins og ef vagninn er breiðari en bíllinn er skylda af hafa slíka framlengingu. Sigurður segir að eftirvagnar geti vissulega valdið slysum og því sé mikilvægt að huga vel að búnaðinum áður en haldið er af stað "Ef tengingin er ekki í lagi getur vagninn losnað og eins er töluverð hætta á ferðum ef vagninn er of þungur fyrir bílinn því þá getur vagninn tekið völdin af bílnum. Í hvassviðri þarf líka að vera vel á varðbergi því vagnarnir taka á sig mikinn vind. Það eru til dæmi um að eftirvagnar hafi valdið slysum og því er mikilvægt að fylgja þeim reglum sem gilda um slíka vagna. Það er nefnilega ástæða fyrir því að reglurnar eru settar."
Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira