Sport

Real Madrid komið á toppinn

Ronaldo skoraði þrennu og skaut Real Madrid á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi með 3-0 sigri á Atlético Madrid í gærkvöldi en þá fóru fram 3 leikir í deildinni. Deportivo La Coruña gerði jafntefli við Barcelona í 6 marka þriller. Depor-menn jöfnuðu metin 4 mínútum fyrir leikslok eftir að gestirnir höfðu leitt 1-3 með tveimur mörkum frá Ronaldinho og einu frá Samuel Etoo. Heimamenn náðu þó forystunni á 10. mínútu með marki frá Juan Carlos Valeron áður en Barcelona skoraði þrjú mörk en Martin Ruben Castro jafnaði metin á 86. mínútu eftir að Pedro Munitis minnkaði muninn í 2-3 á 72. mínútu. Barcelona er í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir 7 leiki, fimm stigum á eftir Real Madrid sem hefur leikið jafn marga leiki. Þá gerðu Alavés og Villarreal 1-1 jafntefli. Alavés er í þriðja neðsta sæti með 6 stig en Villarreal í 8. sæti með níu stig. Getafe sem er í 2. sæti með 14 stig, einu stigi á eftir Real Madrid, getur endurheimt toppsætið í dag með útisigri á Real Betis. Í dag fara fram 7 leikir í spænsku deildinni; Mallorca - Racing Santander Osasuna - Celta de Vigo Real Betis - Getafe Zaragoza - Real Sociedad Espanyol - Cadiz Valencia - Malaga Athletic Bilbao - Sevilla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×