Sport

Meiddist á öxl og verður frá í nokkrar vikur

Gylfi Einarsson verður frá í nokkrar vikur
Gylfi Einarsson verður frá í nokkrar vikur NordicPhotos/GettyImages

Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson sem leikur með Leeds United í ensku 1. deildinni, datt illa í leik með varaliði félagsins í gærkvöldi og talið er að hann hafi farið úr axlarlið. Líklegt þykir að Gylfi verði frá í 3-4 vikur vegna þessa, en hann stefnir þó á að koma fyrr til baka. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Gylfi var nýbúinn að taka út þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í bikarleik gegn Blackburn á dögunum og eygði sæti í aðalliðinu.

"Ég heyrði smell í öxlinni, eins og ég færi úr lið og poppaði svo í hann aftur," sagði Gylfi þegar hann lýsti atvikinu sem átti sér stað eftir um klukkustundar leik. "Þetta var mjög sárt og er það í raun enn. Mér er sagt að ég missi úr einar 3-4 vikur, en ég væri til í að snúa aftur eftir um tvær vikur," sagði Gylfi og átti ekki orð yfir óheppni sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×