Erlent

Vill taka þátt í stjórnarsamstarfi

Iyad Allawi, fráfarandi forsætisráðherra Íraks, lýsti í dag yfir vilja sínum til að starfa með nýrri ríkisstjórn landsins. Hann hafði áður sagst ætla að sitja í stjórnarandstöðu í kjölfar kosninganna sem fram fóru í Írak í janúar. Allawi er leiðtogi flokkabandalagsins en hann starfaði sem forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn landsins sem komið var á í kjölfar innnrásarinnar í Írak fyrir tveimur árum. Flokkurinn mun sækjast eftir fjórum ráðuneytum en stefnt er að því að skipan nýrrar ríkisstjórnar ljúki fyrir apríllok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×