Sport

Ruddust inn á fund hjá UEFA

Eggert Magnússon og kollegar hans í framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu fengu heldur óvænta heimsókn á ráðstefnu nefndarinnar sem nú stendur yfir á City of Manchester Stadium í Manchester á Englandi. Óhressir stuðningsmenn Manchester United, andstæðingar bandaríska auðnjöfurins Malcolm Glazer vildu hafa áhrif á niðurstöðu ráðstefnunnar. Um 30 manns sem í hópnum voru náðu tali af formanni nefndarinnar, Lars-Christer Olsson, en mótmælendurnir vilja að Man Utd verði synjuð þátttaka í Evrópukeppnum vegna hárra skulda. Man Utd skuldar 265 milljónir punda vegna kaupa Glazer á félaginu og vilja þessir stuðningsmenn félagins vekja enn frekari athygli á því að 98% stuðningsmanna séu á móti kaupunum. Mótmælin fóru þó friðsamlega fram en hópurinn vill ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana með að fá Ameríkanann til að hætta við kaupin. Olsson sagði við tilefnið að skv. reglum UEFA geti sambandið ekki hamlað félagi þátttöku í Evrópukeppnum nema að viðkomandi félag skuldi öðru félagi gjaldfallna skuld. Það getur því ekki talist líklegt að Man Utd verði meinuð þátttaka í Meistaradeildinni næsta tímabil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×