Björgólfur á lista Forbes 18. janúar 2005 00:01 Allt stefnir í að Björgólfur Thor Björgólfsson verði fyrstur Íslendinga til að komast á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólks heims. Luisa Kroll, ritstjóri lista Forbes, er stödd hér á landi til þess að meta eignir Björgólfs Thors og hvort hann nái inn á lista yfir ríkustu einstaklinga í heimi. Fréttablaðið birti frétt í fyrra þar sem eignir Björgólfs voru áætlaðar um eða yfir einn milljarður Bandaríkjadollara sem hefur verið viðmið til þess að koma til greina á listann. Síðan þá hefur dollarinn veikst gagnvart krónunni, auk þess sem eignir Björgólfs í skráðum félögum eins og Landsbankanum og Actavis hafa vaxið. Luisa Kroll segir að ritstjórn Forbes hafi borist tölvupóstur í kjölfar fréttarinnar og birtingu listans um að Björgólfur Thor ætti hugsanlega heima á lista Forbes. Líklegt er að sú verði niðurstaðan, en auk Björgólfs hefur Luisa Kroll kynnt sér eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk þess að kynna sér útrás og umhverfi íslensks viðskiptalífs. Ekki er eins líklegt að Jón Ásgeir komist á listann nú, þar sem eignir hans eru að mestu leyti í óskráðum félögum og verðlagning þeirra og aðgangur að upplýsingum um þau ekki jafn auðveldur og þegar skráð félög eiga í hlut. Líklegt má telja að Jón Ásgeir komist á listann innan tíðar. Ekki er ósennilegt að hrein eign Björgólfs nú sé nær því að vera einn og hálfur milljarður dollara en einn milljarður. Samkvæmt þessu eru verulegar líkur á að hann komist á lista Forbes. Samson er aðaleigandi Landsbankans og er eignarhlutur Björgólfs Thors í Landsbankanum um nítján milljarðar króna. Björgólfur Thor er einnig stærsti eigandinn í Actavis í gegnum eignarhaldsfélag sitt Amber International. Eignarhlutur hans í Actavis er að verðmæti um 38 milljarðar króna. Samtals gerir þetta 57 milljarðar eða rétt yfir 900 milljónir dollara. Auk þessa á Samson hlut í Burðarási og Straumi. Erlendis hefur Björgólfur Thor farið fyrir hópi fjárfesta í kaupum á símafyrirtæki í Búlgaríu og Tékklandi. Auk þess á hann fasteignir í London. Hrein eign hans í þessum erlendu félögum þarf því ekki að vera veruleg til þess að sætið á lista Forbes sé tryggt. Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Allt stefnir í að Björgólfur Thor Björgólfsson verði fyrstur Íslendinga til að komast á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólks heims. Luisa Kroll, ritstjóri lista Forbes, er stödd hér á landi til þess að meta eignir Björgólfs Thors og hvort hann nái inn á lista yfir ríkustu einstaklinga í heimi. Fréttablaðið birti frétt í fyrra þar sem eignir Björgólfs voru áætlaðar um eða yfir einn milljarður Bandaríkjadollara sem hefur verið viðmið til þess að koma til greina á listann. Síðan þá hefur dollarinn veikst gagnvart krónunni, auk þess sem eignir Björgólfs í skráðum félögum eins og Landsbankanum og Actavis hafa vaxið. Luisa Kroll segir að ritstjórn Forbes hafi borist tölvupóstur í kjölfar fréttarinnar og birtingu listans um að Björgólfur Thor ætti hugsanlega heima á lista Forbes. Líklegt er að sú verði niðurstaðan, en auk Björgólfs hefur Luisa Kroll kynnt sér eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk þess að kynna sér útrás og umhverfi íslensks viðskiptalífs. Ekki er eins líklegt að Jón Ásgeir komist á listann nú, þar sem eignir hans eru að mestu leyti í óskráðum félögum og verðlagning þeirra og aðgangur að upplýsingum um þau ekki jafn auðveldur og þegar skráð félög eiga í hlut. Líklegt má telja að Jón Ásgeir komist á listann innan tíðar. Ekki er ósennilegt að hrein eign Björgólfs nú sé nær því að vera einn og hálfur milljarður dollara en einn milljarður. Samkvæmt þessu eru verulegar líkur á að hann komist á lista Forbes. Samson er aðaleigandi Landsbankans og er eignarhlutur Björgólfs Thors í Landsbankanum um nítján milljarðar króna. Björgólfur Thor er einnig stærsti eigandinn í Actavis í gegnum eignarhaldsfélag sitt Amber International. Eignarhlutur hans í Actavis er að verðmæti um 38 milljarðar króna. Samtals gerir þetta 57 milljarðar eða rétt yfir 900 milljónir dollara. Auk þessa á Samson hlut í Burðarási og Straumi. Erlendis hefur Björgólfur Thor farið fyrir hópi fjárfesta í kaupum á símafyrirtæki í Búlgaríu og Tékklandi. Auk þess á hann fasteignir í London. Hrein eign hans í þessum erlendu félögum þarf því ekki að vera veruleg til þess að sætið á lista Forbes sé tryggt.
Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira