Stjórnvöld vissu af listanum 20. janúar 2005 00:01 Embættismenn í utanríkisráðuneytinu og forsætisráðuneytinu vissu af "lista hinna 30 staðföstu þjóða" þegar ákvörðunin um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak var tekin 18. mars 2003. Framsóknarmenn hafa þó til þessa haldið því fram að með ákvörðuninni hafi ekki verið að samþykkja veru Íslands á listanum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra staðhæfir á heimasíðu sinni í gær að ekki hafi falist í ákvörðuninni við stuðninginn að Ísland yrði sett á lista hinna staðföstu þjóða. "Spurningin var ekki hvort Ísland vildi vera á einhverjum lista." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði í Fréttablaðinu í fyrradag: "Þessi 30 þjóða listi er auðvitað tilbúningur eftir á sem var að sjálfsögðu til í Washington. Menn voru ekkert að setja sig á þennan lista." Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, sagði 14. janúar síðastliðinn í pistli sínum á tímanum.is, málgagni Framsóknarflokksins: "Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista [...]. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð [...]." Þetta er ekki rétt. Á fundi utanríkismálanefndar 21. mars 2003, þremur dögum eftir að ákvörðunin um stuðning Íslendinga við innrásina var tekin, óskaði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skýringa á því hvernig það hafi komið til að Ísland lenti á lista yfir hin "30 staðföstu ríki" og hvernig það hafi farið fram. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði það hafa gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti 18. mars. Samkvæmt þessu má því ráða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi vitað þá þegar 18. mars 2003 að með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak væri nafn Íslands þar með komið á lista hinna staðföstu þjóða. Fréttablaðið hefur óskað eftir viðtali við forsætisráðherra um þetta mál daglega frá því á mánudag. Í gær ítrekaði fréttaritstjóri blaðsins þá beiðni við upplýsingafulltrúa forsætisráðherra. Forsætisráðherra hefur ekki orðið við beiðninni. Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Embættismenn í utanríkisráðuneytinu og forsætisráðuneytinu vissu af "lista hinna 30 staðföstu þjóða" þegar ákvörðunin um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak var tekin 18. mars 2003. Framsóknarmenn hafa þó til þessa haldið því fram að með ákvörðuninni hafi ekki verið að samþykkja veru Íslands á listanum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra staðhæfir á heimasíðu sinni í gær að ekki hafi falist í ákvörðuninni við stuðninginn að Ísland yrði sett á lista hinna staðföstu þjóða. "Spurningin var ekki hvort Ísland vildi vera á einhverjum lista." Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði í Fréttablaðinu í fyrradag: "Þessi 30 þjóða listi er auðvitað tilbúningur eftir á sem var að sjálfsögðu til í Washington. Menn voru ekkert að setja sig á þennan lista." Pétur Gunnarsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, sagði 14. janúar síðastliðinn í pistli sínum á tímanum.is, málgagni Framsóknarflokksins: "Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista [...]. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð [...]." Þetta er ekki rétt. Á fundi utanríkismálanefndar 21. mars 2003, þremur dögum eftir að ákvörðunin um stuðning Íslendinga við innrásina var tekin, óskaði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skýringa á því hvernig það hafi komið til að Ísland lenti á lista yfir hin "30 staðföstu ríki" og hvernig það hafi farið fram. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði það hafa gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti 18. mars. Samkvæmt þessu má því ráða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi vitað þá þegar 18. mars 2003 að með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak væri nafn Íslands þar með komið á lista hinna staðföstu þjóða. Fréttablaðið hefur óskað eftir viðtali við forsætisráðherra um þetta mál daglega frá því á mánudag. Í gær ítrekaði fréttaritstjóri blaðsins þá beiðni við upplýsingafulltrúa forsætisráðherra. Forsætisráðherra hefur ekki orðið við beiðninni.
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira