Sport

Sjötti sigur Detroit í röð

Ben Wallace og Tayshaun Prince fagna hér sigrinum á LA Clippers í nótt, en Detroit hefur byrjað liða best í deildinni það sem af er vetri, hefur unnið 15 af 17 fyrstu leikjum sínum
Ben Wallace og Tayshaun Prince fagna hér sigrinum á LA Clippers í nótt, en Detroit hefur byrjað liða best í deildinni það sem af er vetri, hefur unnið 15 af 17 fyrstu leikjum sínum NordicPhotos/GettyImages

Detroit Pistons heldur fast í toppsætið í NBA deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið góðan útisigur á spútnikliði LA Clippers, þrátt fyrir stórleik frá Elton Brand. Shaquille O´Neal sneri aftur úr meiðslum hjá Miami Heat og hjálpaði liðinu að ná sigri gegn Washington í framlengingu.

Miami lagði Washington 104-101. Dwayne Wade fór á kostum hjá Miami og skoraði 41 stig, hirti 10 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og stal 4 boltum. Shaquille O´Neal skoraði 10 stig og hirti 11 fráköst í fyrsta leik sínum í langan tíma vegna meiðsla. Caron Butler var yfirburðamaður í liði Washington með 28 stig og 10 fráköst af varamannabekknum.

Detroit lagði LA Clippers 109-101. Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit, en Elton Brand skoraði 36 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers.

Houston vann auðveldan sigur á Portland 100-86. Tracy McGrady skoraði 35 stig fyrir Houston, en Sebastian Telfair skoraði 17 stig fyrir Portland.

Að lokum vann Sacramento sigur á New Orleans 110-100. Chris Paul skoraði 18 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá New Orleans, en Shareef Abdur-Rahim skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst fyrir Sacramento og Peja Stojakovic og Bonzi Wells skoruðu einnig 23 stig. Stojakovic skoraði 6 þriggja stiga körfur í leiknum úr 9 tilraunum. Þá var Brad Miller einnig góður, skoraði 10 stig, hirti 8 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×