Borgin skoði kaupin á Skjá einum 4. janúar 2005 00:01 Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að gera úttekt á rekstri fjarskiptafyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 1998 og að lagt verði mat á arðsemi þessara fjárfestinga var vísað frá á fundi borgarstjórnar í gær. Þess í stað var samþykkt tillaga R-listans að borgarstjóra verði falið að láta gera óháð úttekt á fjárfestingum fyrirtækja í opinberri eigu í fjarskiptafyrirtækjum, frá árinu 1998. Er þar innifalið að gera úttekt á fjárfestingum Landsvirkjunar í Fjarska og kaup Símans á Skjá einum. Í fyrri tillögu Sjálfstæðismanna var vísað til fjárfestinga Orkuveitunnar í fyrirtækjunum Línu.net, Tetra Ísland og Rafmagnslínu. Fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem bar tillöguna fram að framlög Orkuveitunnar vegna þessa fjárfestinga frá árinu 1998 séu um 4.6 milljarðar. Kom fram í máli R-listans að tillagan, sem Alfreð Þorsteinsson bar upp, gengi lengra en tillaga Sjálfstæðisflokksins og því þyrfti ekki að greiða atkvæði um tillögu sjálfstæðismanna. Þessu andmæltu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór. Þeir sögðu tillögu R-listans vera allt annað en breytingartillögu og ekki framkvæmanlega, þar sem það væri ekki í valdi borgarstjóra að gera útttekt á öðrum opinberum fyrirtækjum en þeim sem eru í eigu Reykjavíkurborgar. Í máli Alfreðs Þorsteinssonar kom fram að tillaga Guðlaugs Þórs gengi ekki upp, þar sem Orkuveita Reykjavíkur væri sameignarfélag fjögurra sveitarfélaga með innri endurskoðun. Því væri það óeðlilegt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar tæki að sér slíkt verkefni. Guðlaugur Þór sagði það vel hægt ef pólitískur vilji væri fyrir hendi. Alfreð sakaði Guðlaug Þór einnig um að ganga erinda Símans í þessu máli, þar sem fjárfestingar Símans í koparlínum myndu rýrna verulega vegna lagningu ljósleiðara. Með tillögu R-listans væri hægt að fá samanburð á fjárfestingum Orkuveitunnar annars vegar og fjárfestinga fyrirtækja í eigu ríkisins hins vegar. Þessu andmælti Guðlaugur harðlega. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að gera úttekt á rekstri fjarskiptafyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 1998 og að lagt verði mat á arðsemi þessara fjárfestinga var vísað frá á fundi borgarstjórnar í gær. Þess í stað var samþykkt tillaga R-listans að borgarstjóra verði falið að láta gera óháð úttekt á fjárfestingum fyrirtækja í opinberri eigu í fjarskiptafyrirtækjum, frá árinu 1998. Er þar innifalið að gera úttekt á fjárfestingum Landsvirkjunar í Fjarska og kaup Símans á Skjá einum. Í fyrri tillögu Sjálfstæðismanna var vísað til fjárfestinga Orkuveitunnar í fyrirtækjunum Línu.net, Tetra Ísland og Rafmagnslínu. Fram kom í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem bar tillöguna fram að framlög Orkuveitunnar vegna þessa fjárfestinga frá árinu 1998 séu um 4.6 milljarðar. Kom fram í máli R-listans að tillagan, sem Alfreð Þorsteinsson bar upp, gengi lengra en tillaga Sjálfstæðisflokksins og því þyrfti ekki að greiða atkvæði um tillögu sjálfstæðismanna. Þessu andmæltu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Guðlaugur Þór. Þeir sögðu tillögu R-listans vera allt annað en breytingartillögu og ekki framkvæmanlega, þar sem það væri ekki í valdi borgarstjóra að gera útttekt á öðrum opinberum fyrirtækjum en þeim sem eru í eigu Reykjavíkurborgar. Í máli Alfreðs Þorsteinssonar kom fram að tillaga Guðlaugs Þórs gengi ekki upp, þar sem Orkuveita Reykjavíkur væri sameignarfélag fjögurra sveitarfélaga með innri endurskoðun. Því væri það óeðlilegt að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar tæki að sér slíkt verkefni. Guðlaugur Þór sagði það vel hægt ef pólitískur vilji væri fyrir hendi. Alfreð sakaði Guðlaug Þór einnig um að ganga erinda Símans í þessu máli, þar sem fjárfestingar Símans í koparlínum myndu rýrna verulega vegna lagningu ljósleiðara. Með tillögu R-listans væri hægt að fá samanburð á fjárfestingum Orkuveitunnar annars vegar og fjárfestinga fyrirtækja í eigu ríkisins hins vegar. Þessu andmælti Guðlaugur harðlega.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira