Deilt um hvert sé rétta mataræðið 9. janúar 2005 00:01 Viltu lifa lengi? Reykta kjötið um jólin hefur líklega ekki lengt lífið en vín og dökkt súkkulaði gætu hafa vegið á móti. Þeir sem gæddu sér líka á ávöxtum og grænmeti eru vel staddir því rétta matarætið gæti dregið úr tíðni hjartasjúkdóma um allt að þrjá fjórðu. Fyrir um ári var birt greini í vísindatímaritinu British Medical Journal þar sem mælt var með svokallaðri fjölpillu, það er að segja pillu sem inniheldur aspirín, fólínsýru, kólestróllækkandi lyf og blóðþrýstingslækkandi lyf. Hollenskir vísindamenn birtu í vikunni aðra grein í sama blaði þar sem þeir gefa lítið fyrir pilluátið og mæla með því að menn borði góðan mat í staðinn. Þannig megi minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum um 76 prósent. Í stað fjölpillu mæla þeir því með fjölmáltíð sem hljómar hreint ekki ógirnilega. Hún inniheldur fisk, vín, dökkt súkkulaði, ávexti og grænmeti, hvítlauk og möndlur og áhrifin eru nánast þau sömu og fjölpillan hefur. Hundrað og fimmtíu millilítrar af víni minnka líkurnar á hjartasjúkdómum um 32 prósent, segja hollensku læknarnir. Sé fiskur á borðum fjórum sinnum í viku minnka líkurnar um fjórtán prósent. Hundrað grömm af dökku súkkulaði á dag sem og fjögur hundruð grömm af ávöxtum og grænmeti lækka blóðþrýstinginn og hvítlaukur og möndlur hafa jákvæð áhrif á kólesterólstigið. Sérfræðingarnir segja engar aukaverkanir þekktar, ólíkt því sem segja má um fjölpilluna, nema þá ef nefna á andremmu sökum mikils hvítlauksáts. Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Viltu lifa lengi? Reykta kjötið um jólin hefur líklega ekki lengt lífið en vín og dökkt súkkulaði gætu hafa vegið á móti. Þeir sem gæddu sér líka á ávöxtum og grænmeti eru vel staddir því rétta matarætið gæti dregið úr tíðni hjartasjúkdóma um allt að þrjá fjórðu. Fyrir um ári var birt greini í vísindatímaritinu British Medical Journal þar sem mælt var með svokallaðri fjölpillu, það er að segja pillu sem inniheldur aspirín, fólínsýru, kólestróllækkandi lyf og blóðþrýstingslækkandi lyf. Hollenskir vísindamenn birtu í vikunni aðra grein í sama blaði þar sem þeir gefa lítið fyrir pilluátið og mæla með því að menn borði góðan mat í staðinn. Þannig megi minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum um 76 prósent. Í stað fjölpillu mæla þeir því með fjölmáltíð sem hljómar hreint ekki ógirnilega. Hún inniheldur fisk, vín, dökkt súkkulaði, ávexti og grænmeti, hvítlauk og möndlur og áhrifin eru nánast þau sömu og fjölpillan hefur. Hundrað og fimmtíu millilítrar af víni minnka líkurnar á hjartasjúkdómum um 32 prósent, segja hollensku læknarnir. Sé fiskur á borðum fjórum sinnum í viku minnka líkurnar um fjórtán prósent. Hundrað grömm af dökku súkkulaði á dag sem og fjögur hundruð grömm af ávöxtum og grænmeti lækka blóðþrýstinginn og hvítlaukur og möndlur hafa jákvæð áhrif á kólesterólstigið. Sérfræðingarnir segja engar aukaverkanir þekktar, ólíkt því sem segja má um fjölpilluna, nema þá ef nefna á andremmu sökum mikils hvítlauksáts.
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira