Innlent

Nýr sendiherra í Þýskalandi

Ólafur Davíðsson afhenti í gær Horst Köhler, forseta Þýskalands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Þýskalandi. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins kemur fram að Ólafur hafi eftir athöfnina átti fund með forsetanum. "Tvíhliða samskipti landanna er með ágætum og beindust umræðuefni því fyrst og fremst að þeim málum sem hæst ber á alþjóðavettvangi," segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að Ólafur ætli í störfum sínum sem sendiherra að leggja áherslu á að sinna efnahags- og viðskiptalegum hagsmunum Íslands í Þýskalandi, m.a. að styðja við útrás íslenskra fyrirtækja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×