Innlent

Karl Th. hættur hjá Samfylkingunni

Karl Th. Birgisson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með nýliðnum áramótum. Karl hefur verið framkvæmdastjóri flokksins síðan sumarið 2002. Á fundi framkvæmdastjórnar flokksins í gær voru Karli færðar góðar þakkir fyrir vel unnin störf. Í bréfi til Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, segir Karl m.a: „Á þessum árum hefur Samfylkingunni undir þinni forystu tekizt það sem hún ætlaði sér: Að verða samnefnari íslenzkra jafnaðarmanna með yfirburðastöðu á vettvangi stjórnmála. Jafnaðarmenn stýra mörgum stærstu sveitarfélögum landsins, líf og festa hefur færzt í félagsstarf, fjárhagur flokksins er traustur og hann er kominn í glæsilegt framtíðarhúsnæði. Staða Samfylkingarinnar er því sterk og framtíð hennar björt. Það hafa verið forréttindi að eiga hlut að máli á þessum viðburðaríku tímum í sögu flokksins og við þessar aðstæður geng ég glaður og stoltur til starfa á nýjum vettvangi.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×