Innlent

Álagning lækkar

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær var ákveðið að halda aukafund á mánudag til að ræða frekar lækkun álagningar fasteignaskatts. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að allir hafi verið sammála um að lækka álagningu, en fram á mánudag verði farið yfir tölur um hversu mikið eigi að lækka. Fyrir fundinn lá fyrir tillaga meirihluta bæjarstjórnar um að lækka álagningu fasteignaskatts úr 0,36 í 0,345 prósent. Jafnframt átti að lækka grunninn á atvinnuhúsnæði úr 1,65 í 1,628 prósent. Lúðvík segir lækkunina koma til vegna hækkunar á fasteignamati auk íbúafjölgunar í bænum. Hann segir jafnframt að í fjárhagsáætlun hafi verið reiknað með um 13 prósenta hækkun á tekjum bæjarsjóðs á árinu vegna fasteignaskatts. Að óbreyttu hefðu tekjurnar aukist um 18 prósent með breyttum fasteignagrunni. Hefði lækkunin verið samþykkt hefðu tekjur bæjarsjóðs vegna fasteignaskatts aukist um 15 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×