
Sport
Inter og AC unnu á Ítalíu
4 leikir fóru fram í ítölsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Parma steinlá á heimavelli fyrir Fiorentina, 0-3, Inter Milan átti enn eina endurkomuna á lokamínútunum þegar liðið sigraði Bologna 1-3 á útivelli. Inter lenti undir í fyrri hálfleik en Obafemi Martins skoraði þrennu í síðari hálfleik. Sampdoria tapaði 1 - 2 fyrir Torino og AC Milan lagði Palermo 2 - 0 þar sem Brocchi og Jon Dahl Tomasson skoruðu fyrir Milan.