Baðstofan eins og nýr heimur 18. janúar 2005 00:01 "Ég æfi í World Class í Laugum og er með kort sem veitir mér aðgang í baðstofuna sem er eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi. Baðstofan hefur svo sannarlega gert lífið betra. Það er yndislegur staður og hann gerir það að verkum að ég fer oftar í ræktina. Það er góð tilfinning að vita að baðstofan bíður niðri í kjallara eftir æfingu," segir Ísleifur sem sparar ekki góðu orðin um stofuna. "Að koma inn í baðstofuna er eins og að koma inn í annan heim. Þar er maður í inniskóm og slopp og hefur það huggulegt. Þar eru átta eða níu mismundandi gufur með mismunandi ilmi og stemningu, pottur, bar, veitingastaður og hvíldarherbergi þar sem maður steinsofnar. Þar eru stólar og arinn og voðalega kósí. Ég fer með alla útlendinga sem ég býð til landsins í baðstofuna. Þeir eru góðu vanir en þeir eru rosalega hrifnir þegar þeir koma þangað inn." Þó að baðstofan sé hugguleg þá eyðir Ísleifur líka talsverðum tíma í sjálfum tækjasalnum og passar mataræðið. "Ég hleyp og lyfti. Ég er ekki með neinn þjálfara eða í neinum tímum. Ég borða líka hollan mat. Ég borða ekkert kjöt nema kjúkling og borða mikið á grænmetisstöðum eins og Grænum kosti og Á næstu grösum. Þeir gera manni svo auðvelt að taka með sér hollan grænmetismat þegar mikið er að gera því maturinn er tilbúinn á staðnum og þetta tekur enga stund. Þetta er líka bara grænmeti. Alveg rosalega gott og hollt," segir Ísleifur nýstiginn út af Á næstu grösum og endurnærður fyrir amstur dagsins. Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég æfi í World Class í Laugum og er með kort sem veitir mér aðgang í baðstofuna sem er eitt það besta sem gerst hefur á Íslandi. Baðstofan hefur svo sannarlega gert lífið betra. Það er yndislegur staður og hann gerir það að verkum að ég fer oftar í ræktina. Það er góð tilfinning að vita að baðstofan bíður niðri í kjallara eftir æfingu," segir Ísleifur sem sparar ekki góðu orðin um stofuna. "Að koma inn í baðstofuna er eins og að koma inn í annan heim. Þar er maður í inniskóm og slopp og hefur það huggulegt. Þar eru átta eða níu mismundandi gufur með mismunandi ilmi og stemningu, pottur, bar, veitingastaður og hvíldarherbergi þar sem maður steinsofnar. Þar eru stólar og arinn og voðalega kósí. Ég fer með alla útlendinga sem ég býð til landsins í baðstofuna. Þeir eru góðu vanir en þeir eru rosalega hrifnir þegar þeir koma þangað inn." Þó að baðstofan sé hugguleg þá eyðir Ísleifur líka talsverðum tíma í sjálfum tækjasalnum og passar mataræðið. "Ég hleyp og lyfti. Ég er ekki með neinn þjálfara eða í neinum tímum. Ég borða líka hollan mat. Ég borða ekkert kjöt nema kjúkling og borða mikið á grænmetisstöðum eins og Grænum kosti og Á næstu grösum. Þeir gera manni svo auðvelt að taka með sér hollan grænmetismat þegar mikið er að gera því maturinn er tilbúinn á staðnum og þetta tekur enga stund. Þetta er líka bara grænmeti. Alveg rosalega gott og hollt," segir Ísleifur nýstiginn út af Á næstu grösum og endurnærður fyrir amstur dagsins.
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira