Fleira í boði en Hvannadalshnúkur 19. janúar 2005 00:01 "Algengasta ferðin sem ég fer með hópa eru stuttar göngur um skriðjökulinn með smá ísklifri," segir Einar Rúnar Sigurðsson fjallaleiðsögumaður í Skaftafelli. Einar Rúnar býður upp á allskyns ferðir um jöklana sem hann segir ægi fagra á þessum tíma. "Í dag eru þeir fallega bláir og því mjög sleipir. Á sumrin eru þeir hins vegar hvítir og skítugir en afar fallegir líka en svo verða þeir grænleitir þegar líður á haustið," segir Einar Rúnar. Ferðin um skriðjökulinn er farin á broddum en samkvæmt Einari geta nánast allir farið í þessa ferð. "Svo lengi sem fólk er ekki í hjólastól eða með mjög lítil börn. Við erum með skó og brodda á alla nema handa smábörnum. Á þessum tíma getur jökullinn verið alveg ofboðslega sleipur þannig að ég tek ekki nema tvo með mér í hverja ferð, miðað við 20 á sumrin. Við setjum náttúrulega öryggið í fyrsta sæti og ef einhver dettur eins og jökulllinn er núna rennur hann eins og á rennibraut niður í næstu sprungu." Einar og eiginkona hans, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, bjóða einnig upp ýmsa aðra þjónustu við ferðamenn á veturna en samkvæmt Einari eru Íslendingar alltaf að verða duglegri að notfæra sér aðstöðuna. "Útlendingar eru stór hluti viðskiptamanna okkar en Íslendingar eru farnir að líta á fleiri staði en hinn nauðsynlega Hvannadalshnjúk sem allir þurfa að komast upp á. Það er til svo margt annað og skemmtilegt í boði og nú loksins er fólk farið að spá í þessu sem afþreyingu." Lestu ítarlegra viðtal í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Ferðalög Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
"Algengasta ferðin sem ég fer með hópa eru stuttar göngur um skriðjökulinn með smá ísklifri," segir Einar Rúnar Sigurðsson fjallaleiðsögumaður í Skaftafelli. Einar Rúnar býður upp á allskyns ferðir um jöklana sem hann segir ægi fagra á þessum tíma. "Í dag eru þeir fallega bláir og því mjög sleipir. Á sumrin eru þeir hins vegar hvítir og skítugir en afar fallegir líka en svo verða þeir grænleitir þegar líður á haustið," segir Einar Rúnar. Ferðin um skriðjökulinn er farin á broddum en samkvæmt Einari geta nánast allir farið í þessa ferð. "Svo lengi sem fólk er ekki í hjólastól eða með mjög lítil börn. Við erum með skó og brodda á alla nema handa smábörnum. Á þessum tíma getur jökullinn verið alveg ofboðslega sleipur þannig að ég tek ekki nema tvo með mér í hverja ferð, miðað við 20 á sumrin. Við setjum náttúrulega öryggið í fyrsta sæti og ef einhver dettur eins og jökulllinn er núna rennur hann eins og á rennibraut niður í næstu sprungu." Einar og eiginkona hans, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, bjóða einnig upp ýmsa aðra þjónustu við ferðamenn á veturna en samkvæmt Einari eru Íslendingar alltaf að verða duglegri að notfæra sér aðstöðuna. "Útlendingar eru stór hluti viðskiptamanna okkar en Íslendingar eru farnir að líta á fleiri staði en hinn nauðsynlega Hvannadalshnjúk sem allir þurfa að komast upp á. Það er til svo margt annað og skemmtilegt í boði og nú loksins er fólk farið að spá í þessu sem afþreyingu." Lestu ítarlegra viðtal í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Ferðalög Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira