Gaman að sjá Svanavatnið 20. janúar 2005 00:01 Snorri Wium óperusöngvari ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur, einkum eftir frábæra frammistöðu sína í sýningu Íslensku óperunnar á Sweeney Todd í haust. Hann skrapp til Rússlands í fyrravor og varð fyrir ýmsum hughrifum í þeirri ferð. "Ég fór til Pétursborgar í tónleikaferð með Fóstbræðrum. Við Elín Ósk Óskarsdóttir fórum með sem einsöngvarar og við fluttum Ödipus Rex á glæsilegum tónleikum með Fílharmoníusveit Pétursborgar, sem er einhver besta hljómsveit í heimi. Við fórum fyrst til Helsinki og keyrðum þaðan til Pétursborgar. Það var dálítið áfall að keyra í gegnum Rússland, bæirnir á leiðinni voru eitthvað svo ömurlegir. Þar býr fólk í stórum, hrörlegum blokkum sem eru stagbættar með hverju því efni sem hendi er næst, plastpokum og hvað eina. Og svo er Pétursborg svona dásamlega falleg, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þarna er höll við höll og búið að gera allt upp mjög glæsilega og fallega." Snorri starfar ekki bara sem söngvari heldur líka málarameistari. Hann segist þó hafa verið hvorugt á ferð sinni um Pétursborg. "Ég var þarna fyrst og fremst sem túristi. Þarna eru ótrúleg söfn og ógrynni af listaverkum eftir alla stærstu listamenn sögunnar. Svanavatnið, sem varð kveikjan að hinum stórkostlega ballett og tónverki, er þarna til dæmis og þó það sé bara lítill andapollur var sérstaklega gaman að sjá það." Ferðalög Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Snorri Wium óperusöngvari ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur, einkum eftir frábæra frammistöðu sína í sýningu Íslensku óperunnar á Sweeney Todd í haust. Hann skrapp til Rússlands í fyrravor og varð fyrir ýmsum hughrifum í þeirri ferð. "Ég fór til Pétursborgar í tónleikaferð með Fóstbræðrum. Við Elín Ósk Óskarsdóttir fórum með sem einsöngvarar og við fluttum Ödipus Rex á glæsilegum tónleikum með Fílharmoníusveit Pétursborgar, sem er einhver besta hljómsveit í heimi. Við fórum fyrst til Helsinki og keyrðum þaðan til Pétursborgar. Það var dálítið áfall að keyra í gegnum Rússland, bæirnir á leiðinni voru eitthvað svo ömurlegir. Þar býr fólk í stórum, hrörlegum blokkum sem eru stagbættar með hverju því efni sem hendi er næst, plastpokum og hvað eina. Og svo er Pétursborg svona dásamlega falleg, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þarna er höll við höll og búið að gera allt upp mjög glæsilega og fallega." Snorri starfar ekki bara sem söngvari heldur líka málarameistari. Hann segist þó hafa verið hvorugt á ferð sinni um Pétursborg. "Ég var þarna fyrst og fremst sem túristi. Þarna eru ótrúleg söfn og ógrynni af listaverkum eftir alla stærstu listamenn sögunnar. Svanavatnið, sem varð kveikjan að hinum stórkostlega ballett og tónverki, er þarna til dæmis og þó það sé bara lítill andapollur var sérstaklega gaman að sjá það."
Ferðalög Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira