Innlent

Framsóknarmenn í ójafnvægi

"Mig undrar að Framsóknarmenn skuli kalla fréttaskrif Fréttablaðsins aðför að forsætisráðherra. Blaðið hefur ekki gert annað en segja fréttir af umræðunni dagana sem Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson ákváðu stuðning Íslendinga við innrásina í Írak," sagði Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri á Fréttablaðinu, um fullyrðingar Páls Magnússonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, um að Fréttablaðið væri með aðför að Halldóri Ágrímssyni forsætisráðherra. "Ólíklegustu Framsóknarmenn hafa sett sig í samband við starfsmenn blaðsins og haft stór orð um blaðið og starfsmenn þess. Blaðið hefur aðeins verið að segja fréttir og ekkert annað. Vel má vera að ýmsum þyki verra að fréttirnar séu sagðar og grípa þá til þess að halda því fram að þær séu sagðar í annarlegum tilgangi. Stjórnvöld verða að sætta sig við að Fréttablaðið segir líka fréttir sem herrunum líka ekki. Þannig er það og þannig verður það."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×