Meira en skór 26. janúar 2005 00:01 "Það sem mér finnst ómissandi í fataskápnum mínum eru gullskórnir mínir. Þetta eru balletskór sem ég fékk í afmælisgjöf frá foreldrum mínum en þau keyptu þá í Kron á Laugaveginum. Mig var búið að langa í þessa skó mjög lengi og ég fékk þá rétt áður en ég ferðaðist til Belgíu. Síðan er svo skemmtileg að ég hef notað þessa skó í fullt af listaverkum sem ég hef unnið. Þetta eru því meira en skór, en ég geng líka mikið í þeim. Þeir búa yfir fjöldamörgum góðum minningum," segir Ásdís. Ásdís opnaði sýningu sína í Gallerí Humar og Frægð föstudaginn 21. janúar en sýningin stendur til 18. febrúar. Þar koma skórnir góðu við sögu. "Ég er aðallega með vídeóverk en á sýningunni eru fimm vídeó sem ég hef verið að gera síðastliðið ár. Það eru nokkur þemu í verkunum og þetta eru eins og fimm kaflar af sama verkinu. Gullskórnir eru einmitt í einu verkinu," segir Ásdís og greinilegt að þessi afmælisgjöf er henni afskaplega kær. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
"Það sem mér finnst ómissandi í fataskápnum mínum eru gullskórnir mínir. Þetta eru balletskór sem ég fékk í afmælisgjöf frá foreldrum mínum en þau keyptu þá í Kron á Laugaveginum. Mig var búið að langa í þessa skó mjög lengi og ég fékk þá rétt áður en ég ferðaðist til Belgíu. Síðan er svo skemmtileg að ég hef notað þessa skó í fullt af listaverkum sem ég hef unnið. Þetta eru því meira en skór, en ég geng líka mikið í þeim. Þeir búa yfir fjöldamörgum góðum minningum," segir Ásdís. Ásdís opnaði sýningu sína í Gallerí Humar og Frægð föstudaginn 21. janúar en sýningin stendur til 18. febrúar. Þar koma skórnir góðu við sögu. "Ég er aðallega með vídeóverk en á sýningunni eru fimm vídeó sem ég hef verið að gera síðastliðið ár. Það eru nokkur þemu í verkunum og þetta eru eins og fimm kaflar af sama verkinu. Gullskórnir eru einmitt í einu verkinu," segir Ásdís og greinilegt að þessi afmælisgjöf er henni afskaplega kær.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira