Innlent

Mikið rætt en lítið gert

Allar líkur eru á því að frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að auka valdheimildir lögreglu til að fjarlæga ofbeldismenn af heimilum sínum dagi upp í allsherjarnefnd í annað sinn, þrátt fyrir að um þennan málaflokk virðist ríkja þverpólitísk sátt. Fréttablaðið ræddi við fimm stjórnarþingmenn sem fæstir mundu eftir málinu eða efnisatriðum þess, meðal annars þeir sem sátu í allsherjarnefnd sem hafði málið til umfjöllunar á sínum og treysti sér enginn sér til þess að taka efnislega afstöðu gagnvart þessu frumvarpi sem slíku. Flestir sögðust þó hlynntir að bæta réttarstöðu fórnarlamba heimilsofbeldis. Kolbrún Halldórsdóttir segir að meðferð þessa máls sé einkennandi fyrir það áhugaleysi sem gæti gagnvart frumvörpum þingmanna stjórnarandstöðunnar og þó um þau ríki þverpólitísk sátt og málin séu mikið séu þau frekar látin daga uppi í nefndum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir þetta og segir áhugaleysi stjórnarþingmanna á þessum málaflokki undarlegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×