Rjúpnaveiði hefst að nýju 27. janúar 2005 00:01 Rjúpnaveiði hefst að nýju næsta haust ef frumvarp Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra verður að lögum. Frumvarpið hefur verið kynnt í ríkisstjórn og er nú til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Í frumvarpinu er lagt til að umhverfisráðherra verði heimilt að takmarka rjúpnaveiðar við ákveðna daga og ákveðinn tíma sólarhringsins og að hann geti við tilteknar aðstæður sett á sölubann. Sumarið 2003 ákvað Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, að friða rjúpu til yfirstandandi árs vegna bágs ástands stofnsins. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að við talningu á rjúpu síðastliðið vor hafi komið í ljós að stofninn hafi tvöfaldast milli áranna 2003 og 2004. Þetta bendi til þess að mögulegt sé að stunda takmarkaðar veiðar. Með tillögu umhverfisráðherra er ætlunin að tryggja að rjúpnaveiðar verði sjálfbærar þegar þær hefjast á ný til þess að ekki þurfi að grípa aftur til veiðibanns. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, átti sæti í nefnd sem undirbjó frumvarpið. Hann telur það til mikilla bóta og það auðveldi veiðistjórnun. Hann segir að með frumvarpinu sé reynt að koma í veg fyrir veiðar atvinnumanna með því að opna möguleika á sölubanni. "Það skiptir mestu að hægt sé að banna sölu til verslana og veitingahúsa. Það eru að vísu margir sem telja að salan færist þá á svartan markað en samkvæmt athugun okkar á framkvæmd sölubanns á gæsum og villtum laxi í Bandaríkjunum og Skotlandi virðist sem slíkt bann geti verið árangursríkt." Sigmar segir um 500 veiðimenn, eða um tíu prósent skotveiðimanna, hafi veitt um helming rjúpna sem veiddur var á landinu. "Það hlutfall gengur ekki upp. Rjúpnaveiðar eiga að vera frístundaveiðar en ekki atvinna. Ætlunin er að koma á sölubanni við tilteknar aðstæður, það er þegar stofninn er talinn veikur en ekki er talin ástæða til þess þegar hann er sterkur. Sigmar segir þennan möguleika gera umhverfisráðherra auðveldara að grípa inn í með verndaraðgerðum þegar þess reynist þörf. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Rjúpnaveiði hefst að nýju næsta haust ef frumvarp Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra verður að lögum. Frumvarpið hefur verið kynnt í ríkisstjórn og er nú til umfjöllunar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Í frumvarpinu er lagt til að umhverfisráðherra verði heimilt að takmarka rjúpnaveiðar við ákveðna daga og ákveðinn tíma sólarhringsins og að hann geti við tilteknar aðstæður sett á sölubann. Sumarið 2003 ákvað Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, að friða rjúpu til yfirstandandi árs vegna bágs ástands stofnsins. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að við talningu á rjúpu síðastliðið vor hafi komið í ljós að stofninn hafi tvöfaldast milli áranna 2003 og 2004. Þetta bendi til þess að mögulegt sé að stunda takmarkaðar veiðar. Með tillögu umhverfisráðherra er ætlunin að tryggja að rjúpnaveiðar verði sjálfbærar þegar þær hefjast á ný til þess að ekki þurfi að grípa aftur til veiðibanns. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, átti sæti í nefnd sem undirbjó frumvarpið. Hann telur það til mikilla bóta og það auðveldi veiðistjórnun. Hann segir að með frumvarpinu sé reynt að koma í veg fyrir veiðar atvinnumanna með því að opna möguleika á sölubanni. "Það skiptir mestu að hægt sé að banna sölu til verslana og veitingahúsa. Það eru að vísu margir sem telja að salan færist þá á svartan markað en samkvæmt athugun okkar á framkvæmd sölubanns á gæsum og villtum laxi í Bandaríkjunum og Skotlandi virðist sem slíkt bann geti verið árangursríkt." Sigmar segir um 500 veiðimenn, eða um tíu prósent skotveiðimanna, hafi veitt um helming rjúpna sem veiddur var á landinu. "Það hlutfall gengur ekki upp. Rjúpnaveiðar eiga að vera frístundaveiðar en ekki atvinna. Ætlunin er að koma á sölubanni við tilteknar aðstæður, það er þegar stofninn er talinn veikur en ekki er talin ástæða til þess þegar hann er sterkur. Sigmar segir þennan möguleika gera umhverfisráðherra auðveldara að grípa inn í með verndaraðgerðum þegar þess reynist þörf.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira