Vilja flýta landsfundi enn frekar 27. janúar 2005 00:01 Tveir þingmanna Samfylkingarinnar segja að flýta eigi landsfundi flokksins enn frekar svo að langur slagur um formannsembættið skaði ekki flokkinn. Formannsefnin gefa ekki upp hvað þeim finnst um þessi áform. Atburðarrás undanfarinna daga innan Samfylkingarinnar sýnir svo ekki verður um villst að formannsslagurinn er hafin af fullum þunga. Landsfundi flokksins var fyrir skemmstu flýtt fram í maí. Nú heyrast þær raddir innan flokksins að flýta þurfi landsfundinum enn frekar eigi flokkurinn ekki að bera skaða af langri baráttu um formannsembætti. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Mörður Árnason að framkvæmdastjórn flokksins ætti að setjast niður aftur og velta fyrir sér hvort ekki ætti að flýta landsfundinum enn þá meira, um mánuð eða einn og hálfan í viðbót. Fjórir mánuðir í kosningabaráttu innan flokksins væri ekki skynsamleg leið. Helgi Hjörvar er sama sinnis. Hann sagði í Íslandi í dag á þriðjudaginn að kosningabaráttan ætti að taka miklu styttri tíma en fjóra mánuði, með fullri virðingu fyrir Ingibjörgu og Össuri, því alls konar hættur væru á leiðinni. Kosið væri í póstkosningu þar sem væru á annan tug þúsunda kjósenda. Þekkt væru mál sem komið hefðu upp í prófkjörum víða um landið um framkvæmd kosninga og þau gætu orðið erfið og viðkvæm og þar gæti fólk hlaupið fram með alls kyns óheppilegar yfirlýsingar eins og gerst hefði í upphafi kosningabaráttunnar. Margt á þessu tímabili gæti skaðað flokkinn og því væri það skoðun hans að farsælast væri að hefja kosningu í mars og ljúka henni í þeim mánuði. Í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag sagðist Ingibjörg Sólrún ekki tilbúin til þess að svara því á þessum tímapunkti hvort sér þætti rétt að flýta landsfundinum. Rétt væri að hafa í huga að ferlið allt fram að kosningum væri tímafrekt en hins vegar væri hún alltaf opin fyrir hugmyndum. Össur Skarphéðinsson vildi ekki tjá sig um málið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Tveir þingmanna Samfylkingarinnar segja að flýta eigi landsfundi flokksins enn frekar svo að langur slagur um formannsembættið skaði ekki flokkinn. Formannsefnin gefa ekki upp hvað þeim finnst um þessi áform. Atburðarrás undanfarinna daga innan Samfylkingarinnar sýnir svo ekki verður um villst að formannsslagurinn er hafin af fullum þunga. Landsfundi flokksins var fyrir skemmstu flýtt fram í maí. Nú heyrast þær raddir innan flokksins að flýta þurfi landsfundinum enn frekar eigi flokkurinn ekki að bera skaða af langri baráttu um formannsembætti. Í Íslandi í bítið í morgun sagði Mörður Árnason að framkvæmdastjórn flokksins ætti að setjast niður aftur og velta fyrir sér hvort ekki ætti að flýta landsfundinum enn þá meira, um mánuð eða einn og hálfan í viðbót. Fjórir mánuðir í kosningabaráttu innan flokksins væri ekki skynsamleg leið. Helgi Hjörvar er sama sinnis. Hann sagði í Íslandi í dag á þriðjudaginn að kosningabaráttan ætti að taka miklu styttri tíma en fjóra mánuði, með fullri virðingu fyrir Ingibjörgu og Össuri, því alls konar hættur væru á leiðinni. Kosið væri í póstkosningu þar sem væru á annan tug þúsunda kjósenda. Þekkt væru mál sem komið hefðu upp í prófkjörum víða um landið um framkvæmd kosninga og þau gætu orðið erfið og viðkvæm og þar gæti fólk hlaupið fram með alls kyns óheppilegar yfirlýsingar eins og gerst hefði í upphafi kosningabaráttunnar. Margt á þessu tímabili gæti skaðað flokkinn og því væri það skoðun hans að farsælast væri að hefja kosningu í mars og ljúka henni í þeim mánuði. Í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í dag sagðist Ingibjörg Sólrún ekki tilbúin til þess að svara því á þessum tímapunkti hvort sér þætti rétt að flýta landsfundinum. Rétt væri að hafa í huga að ferlið allt fram að kosningum væri tímafrekt en hins vegar væri hún alltaf opin fyrir hugmyndum. Össur Skarphéðinsson vildi ekki tjá sig um málið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira