Átök framsóknarkvenna 28. janúar 2005 00:01 Una María Óskarsdóttir fyrrum aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur var felld úr stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi á aðalfundi á fimmtudagskvöld. Una var varaformaður félagsins. 43 konur höfðu skráð sig í félagið fyrr um daginn með aðstoð Aðalheiðar Sigursveinsdóttur. Aðalheiður er kona Páls Magnússonar aðstoðarmanns Valgerðar Sverrisdóttur viðskipta- og iðnaðarráðherra. Lögmæti fundarins hefur verið dregið í efa. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að á framkvæmdastjórnarfundi flokksins í gær hafi verið ákveðið að vísa málinu til laganefndar hans. Gagnrýnt hefur verið að félagskonur hafi ekki vitað um fjölgunina í félaginu. Konur hafi skráð sig sem ekki séu með heimilisfang í Kópavogi. Meðal þeirra sé Edda Björg Hákonardóttir, eiginkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra bróðir Páls, sem búsett sé í Hveragerði. Aðalheiður segir konurnar hafa farið að lögum Framsóknarflokksins. Ekkert mæli gegn því að Edda skrái sig í félagið. Hún meti stuðning hennar mikils. Heimildamenn segja að með innkomu kvennanna í félagið sé stuðningsmönnum Páls Magnússonar fjölgað verulega. Þrjú félög starfi í Kópavogi. Þau kjósi fulltrúa inn í fulltrúaráð sem raði á prófkjörslista og ráði leikreglum hans. Stefnan sé tekin á að Páll Magnússon leiði framsókn í næstu bæjarstjórnarkosningum. Aðalheiður segir umræðuna skondna. "Ég hef ekki heyrt að Páll sé á leiðinni í framboð í Kópavogi. Hann hefur verið á vettvangi landsmálanna en hann er og verður gríðarlega sterkur í Kópavogi." Aðalheiður segir markmiðið hafa verið að koma Sigurbjörgu Vilmundardóttur, fyrrum ungliða framsóknarflokkins sem settist í bæjarstjórn Kópavogs við fráfalls Sigurðar Geirdals, að sem fulltrúa Freyju í næstu bæjarstjórnarkosningum Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Una María Óskarsdóttir fyrrum aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur var felld úr stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi á aðalfundi á fimmtudagskvöld. Una var varaformaður félagsins. 43 konur höfðu skráð sig í félagið fyrr um daginn með aðstoð Aðalheiðar Sigursveinsdóttur. Aðalheiður er kona Páls Magnússonar aðstoðarmanns Valgerðar Sverrisdóttur viðskipta- og iðnaðarráðherra. Lögmæti fundarins hefur verið dregið í efa. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að á framkvæmdastjórnarfundi flokksins í gær hafi verið ákveðið að vísa málinu til laganefndar hans. Gagnrýnt hefur verið að félagskonur hafi ekki vitað um fjölgunina í félaginu. Konur hafi skráð sig sem ekki séu með heimilisfang í Kópavogi. Meðal þeirra sé Edda Björg Hákonardóttir, eiginkona Árna Magnússonar félagsmálaráðherra bróðir Páls, sem búsett sé í Hveragerði. Aðalheiður segir konurnar hafa farið að lögum Framsóknarflokksins. Ekkert mæli gegn því að Edda skrái sig í félagið. Hún meti stuðning hennar mikils. Heimildamenn segja að með innkomu kvennanna í félagið sé stuðningsmönnum Páls Magnússonar fjölgað verulega. Þrjú félög starfi í Kópavogi. Þau kjósi fulltrúa inn í fulltrúaráð sem raði á prófkjörslista og ráði leikreglum hans. Stefnan sé tekin á að Páll Magnússon leiði framsókn í næstu bæjarstjórnarkosningum. Aðalheiður segir umræðuna skondna. "Ég hef ekki heyrt að Páll sé á leiðinni í framboð í Kópavogi. Hann hefur verið á vettvangi landsmálanna en hann er og verður gríðarlega sterkur í Kópavogi." Aðalheiður segir markmiðið hafa verið að koma Sigurbjörgu Vilmundardóttur, fyrrum ungliða framsóknarflokkins sem settist í bæjarstjórn Kópavogs við fráfalls Sigurðar Geirdals, að sem fulltrúa Freyju í næstu bæjarstjórnarkosningum
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira