Innlent

Ekki lengur með hreinan skjöld

Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur það hafa verið við hæfi að jafn mikilvægt mál og stuðningur Íslands við innrásina í Írak hefði átt að vera tekið upp og rætt í ríkisstjórn. "Ég tel það vera augjóst að Davíð og Halldór hafi tekið ákvörðunina einir og tek ég það fram að það þarf ekki samþykkt ríkisstjórnarinnar fyrir einstaka ákvarðanir ráðherra," segir Steingrímur þó hann telji að mikilvægt sé að leita samþykkis í viðkomandi þingflokkum og sjálfsagt mál sé að bera svona stórt undir utanríkisnefnd. "Við höfum talið okkar friðlausa og herlausa þjóð og hef ég verið mjög stoltur af því. Nú getum við hinsvegar talið okkur þátttakendur í árásarstríði, við erum ekki lengur með hreinan skjöld," segir Steingrímur og bætir við að til margra ára tókum við ekki þátt í hernarðarráðuneyti Nató vegna þess að við værum ekki hernarðarþjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×