Innlent

Skattsvik rædd í þinginu

Skattsvik og aðgerðir gegn þeim verða til umræðu á Alþingi í dag. Starfshópur sem fjármálaráðherra skipaði að undangenginni samþykkt Alþingis skilaði viðamikilli skýrslu um umfang skattsvika í desember, rétt eftir að þingið fór í jólaleyfi. Í skýrslunni kemur fram að árlega svíki Íslendingar í kringum 30 milljarða króna undan skatti en það er svipuð fjárhæð og kostar að reka allt íslenska skólakerfið. Nefndin lagði til nokkrar leiðir til að sporna við skattsvikum og verða þær og fleiri ræddar í þinginu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×