Ofurforstjórar ekki með bílstjóra 31. janúar 2005 00:01 Enginn efast um að ofurforstjórar Íslands eru ekki vanhaldnir í hlunnindum, en lausleg könnun Fréttablaðsins bendir til að enginn þeirra geti státað af því sem ráðherrar Íslands geta: Að hafa einkabílstjóra. Á hverjum þriðjudegi og föstudegi þegar ríkisstjórnin þingar, má sjá á annan tug glæsibifreiða - yfirleitt í gangi - fyrir utan "hvíta húsið" - stjórnarráðið við Lækjartorg. Inni í bílunum sitja einkabílstjórar ráðherranna tólf því allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar nýta sér í botn þau réttindi sem þeir hafa lögum samkvæmt: Að hafa einkabílstjóra. "Nei, okkar menn hafa ekki einkabílstjóra," segir Jónas Sigurgeirsson hjá KB banka. "Ég hef aldrei heyrt að Jón Ásgeir hafi einkabílstjóra," segir Sara Lind Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Baugs. Sama gildir um Björgólfs-feðga. Seðlabankastjórar haf þó löngum haft einkabílstjóra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að "praktískar" ástæður séu fyrir því að ráðherrar hafi bíl til umráða og einkabílstjóra. "Þetta er einfaldlega spurning um að gera okkur kleift að helga okkur skyldustörfum okkar eins mikið og mögulegt er." Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Össur Skarphéðinsson, forkólfar Samfylkingarinnar, nýttu sér réttindi til að hafa einkabílstjóra í síðustu ríkisstjórn sem þáverandi flokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, átti aðild að. Jóhanna Sigurðardóttir segir að kostnaður við bílaflotann og laun bílstjóranna nemi hálfum milljarði á sex árum samkvæmt svari við fyrirspurn hennar á Alþingi: "Ráðherrar eru sífellt að krefjast aðhalds og ættu að sjálfir að sýna gott fordæmi með slíkri ráðdeild." Vegfarendur geta síðan reynt að þreyta kappgöngu við ráðherrabílana, þegar þeir fara frá stjórnarráðshúsinu eftir ríkisstjórnarfundi og bjóða einstefnugötum miðbæjarins birginn í ráðuneytinu og er hætt við að þeir hafi betur. Langflest ráðuneytin eru nefnilega í göngufjarlægð jafnt frá stjórnarráðinu sem alþingishúsinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Enginn efast um að ofurforstjórar Íslands eru ekki vanhaldnir í hlunnindum, en lausleg könnun Fréttablaðsins bendir til að enginn þeirra geti státað af því sem ráðherrar Íslands geta: Að hafa einkabílstjóra. Á hverjum þriðjudegi og föstudegi þegar ríkisstjórnin þingar, má sjá á annan tug glæsibifreiða - yfirleitt í gangi - fyrir utan "hvíta húsið" - stjórnarráðið við Lækjartorg. Inni í bílunum sitja einkabílstjórar ráðherranna tólf því allir ráðherrar núverandi ríkisstjórnar nýta sér í botn þau réttindi sem þeir hafa lögum samkvæmt: Að hafa einkabílstjóra. "Nei, okkar menn hafa ekki einkabílstjóra," segir Jónas Sigurgeirsson hjá KB banka. "Ég hef aldrei heyrt að Jón Ásgeir hafi einkabílstjóra," segir Sara Lind Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Baugs. Sama gildir um Björgólfs-feðga. Seðlabankastjórar haf þó löngum haft einkabílstjóra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að "praktískar" ástæður séu fyrir því að ráðherrar hafi bíl til umráða og einkabílstjóra. "Þetta er einfaldlega spurning um að gera okkur kleift að helga okkur skyldustörfum okkar eins mikið og mögulegt er." Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Össur Skarphéðinsson, forkólfar Samfylkingarinnar, nýttu sér réttindi til að hafa einkabílstjóra í síðustu ríkisstjórn sem þáverandi flokkur þeirra, Alþýðuflokkurinn, átti aðild að. Jóhanna Sigurðardóttir segir að kostnaður við bílaflotann og laun bílstjóranna nemi hálfum milljarði á sex árum samkvæmt svari við fyrirspurn hennar á Alþingi: "Ráðherrar eru sífellt að krefjast aðhalds og ættu að sjálfir að sýna gott fordæmi með slíkri ráðdeild." Vegfarendur geta síðan reynt að þreyta kappgöngu við ráðherrabílana, þegar þeir fara frá stjórnarráðshúsinu eftir ríkisstjórnarfundi og bjóða einstefnugötum miðbæjarins birginn í ráðuneytinu og er hætt við að þeir hafi betur. Langflest ráðuneytin eru nefnilega í göngufjarlægð jafnt frá stjórnarráðinu sem alþingishúsinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira