Innlent

Ákvörðun frestað

Ákvörðun um framtíð Húsabakkaskóla í Dalvíkurbyggð hefur verið frestað til 10. febrúar. Að sögn Valdimars Bragasonar, bæjarstjóra á Dalvík, var ákveðið á fundi bæjarstjórnar í gær að framlengja umboð nefndarinnar sem skipuð var í nóvember fram til þess tíma, þar sem stefnt er að því að halda vinnustefnu um Húsabakkaskóla nú um helgina. Nefndin sem skipuð var, hafi ekki haft nægilegan tíma til að ljúka sínum störfum og því hafi ákvörðun um framtíð skólans verið frestað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×