Innlent

Hlynntur niðurfellingu

Aðspurður segist hann ekki telja að afnám afnotagjalda rýri starfsemi RÚV til lengri tíma. "Það verður að finna aðrar leiðir til að útvega stofnuninni fé. Þjóðirnar í kringum okkur nota ýmsar aðrar leiðir sem eru heppilegri en afnotagjöld," segir hann. Hann bendir á að rökin gegn því að afnema afnotagjöld, sem sumir innan stofnunarinnar hafi haldið fram, séu þau að RÚV muni missa ákveðið sjálfstæði. "Stofnunin er þó með sama hætti háð opinberum tekjum nú - það er, hið opinbera ákveður hver fjárhæð afnotagjaldanna eigi að vera. Það er dýrt að innheimta afnotagjöld og stofnunin getur jafnframt hætt þessari ógeðfelldu tækjaleit sinni sem hún hefur þurft að stunda," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×