Orðlaus yfir sýknudómi 23. febrúar 2005 00:01 Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás. "Ég vona bara að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar," segir Ásgeir Elíasson, fyrrum leigubílstjóri, en hann hefur ekki treyst sér til að aka leigubíl eftir árásina. Hann hlaut átján sentímetra langan skurð á hálsinn sem þurfti 56 spor til að loka. "Ég hætti að keyra leigubílinn og er að reyna að jafna mig á þessu. Geng til sálfræðings og fór í fyrstu lítaaðgerðina af fimmtán síðasta mánudag," segir Ásgeir. Tveir mánuðir þurfa að líða á milli lítaaðgerða og hann sér ekki fram á þessu ljúki fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Vonir standa til að allt að níutíu prósent af örinu hverfi eftir aðgerðirnar fimmtán en það er óvíst. "Það sjá allir hvað kom fyrir mig þegar örið er ekki hulið," segir Ásgeir. Dómurinn segir rannsókn lögreglu stórlega ábótavant og segir að ef þær rannsóknir, ein eða fleiri, hefðu verið gerðar hefði það getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu málsins. Í niðurstöðu dómaranna tveggja sem sýknuðu meintan árásarmann segir að með hliðsjón af því að enginn hafi séð hver veitti leigubílstjóranum áverkann og með vísan til alvarlegra annmarka á rannsókn málsins sé óupplýst hver hafi veitt áverkann." Í sérákvæði þriðja dómarans segir að leigubílstjóranum og vitni sem var með árásarmanninum í för beri saman í meginatriðum um hvað hafi gerst sem sanni sekt árásarmannsins. Hann segir annmarka á rannsókn lögreglu á árásarvopninu ekki breyta neinu þar um. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Leigubílstjóri sem var skorinn á háls í lok júlí í fyrra sagðist hafa orðið gjörsamlega orðlaus þegar maðurinn sem var ákærður fyrir árásina var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Einn af þremur dómurunum taldi manninn sekan og vildi dæma hann í fimm ára fangelsi fyrir þessa stórhættulegu árás. "Ég vona bara að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar," segir Ásgeir Elíasson, fyrrum leigubílstjóri, en hann hefur ekki treyst sér til að aka leigubíl eftir árásina. Hann hlaut átján sentímetra langan skurð á hálsinn sem þurfti 56 spor til að loka. "Ég hætti að keyra leigubílinn og er að reyna að jafna mig á þessu. Geng til sálfræðings og fór í fyrstu lítaaðgerðina af fimmtán síðasta mánudag," segir Ásgeir. Tveir mánuðir þurfa að líða á milli lítaaðgerða og hann sér ekki fram á þessu ljúki fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Vonir standa til að allt að níutíu prósent af örinu hverfi eftir aðgerðirnar fimmtán en það er óvíst. "Það sjá allir hvað kom fyrir mig þegar örið er ekki hulið," segir Ásgeir. Dómurinn segir rannsókn lögreglu stórlega ábótavant og segir að ef þær rannsóknir, ein eða fleiri, hefðu verið gerðar hefði það getað haft úrslitaáhrif á niðurstöðu málsins. Í niðurstöðu dómaranna tveggja sem sýknuðu meintan árásarmann segir að með hliðsjón af því að enginn hafi séð hver veitti leigubílstjóranum áverkann og með vísan til alvarlegra annmarka á rannsókn málsins sé óupplýst hver hafi veitt áverkann." Í sérákvæði þriðja dómarans segir að leigubílstjóranum og vitni sem var með árásarmanninum í för beri saman í meginatriðum um hvað hafi gerst sem sanni sekt árásarmannsins. Hann segir annmarka á rannsókn lögreglu á árásarvopninu ekki breyta neinu þar um.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira