Fáránlegt að sýna krossinn 23. febrúar 2005 00:01 Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. Hlynur sýndi krossinn undir lok leiksins er Haraldur braut gróflega á Vilhelm er hann reyndi að byrja sókn hjá Stjörnunni. Vilhelm svaraði fyrir sig með því að slá til Haraldar, sem svaraði í sömu mynt að sögn Hlyns. Krossinn sem um ræðir er bein brottvikning úr leik og ber eingöngu að nota þegar ofbeldi á sér stað. Þegar Hlynur sýndi Haraldi og Vilhelmi krossinn hafði það ekki gerst í tæp fimm ár. Síðastur á undan Hlyni til að nota krossinn var félagi hans Anton Gylfi Pálsson sem sýndi Alex Trúfan krossinn 26. mars árið 2000 en þá kýldi Trúfan línumann HK, Alexander Arnarsson. Haraldur segir að ekki hafi verið nein ástæða hjá Hlyni að beita krossinum í þessu tilviki. "Ég keyrði í Villa, stoppaði hann og svo rann leiktíminn út. Hann var náttúrlega svekktur og sló eitthvað aðeins til mín. Þetta var alls ekkert mikill hasar og það var hlægilegt hjá Hlyni að gefa krossinn út af þessu," sagði Haraldur en hann fékk þriggja leikja bann þar sem hann var kominn með fimm refsistig fyrir. Vilhelm var ekki kominn með nein refsistig fyrir og fékk því aðeins eins leiks bann. Leikmenn fá átta refsistig fyrir krossinn en tíu þarf til að fá þriggja leikja bann. "Vissulega hefði framkoma mín verðskuldað rautt spjald en ekki krossinn," sagði Haraldur, sem neitar því staðfastlega að hafa kýlt Vilhelm en í skýrslu dómara eftir leikinn kemur fram að Haraldur hafi slegið Vilhelm og því hafi hann fengið krossinn. "Vilhelm kýldi mig ekki einu sinni heldur. Hann ýtti boltanum eitthvað í mig en það var ekkert alvarlegt." Það var mikil umræða um krossinn í kjölfar atviksins með Roland Eradze og margir setja samasemmerki á milli þeirrar umræðu og krossanna tveggja sem Hlynur gaf í síðustu viku. Telur Haraldur að Hlynur hafi verið smitaður af þeirri umræðu? "Það hlýtur að vera því hann er fínn dómari og einn sá besti og reynslumesti í dag. En það var fáranlegt að mínu mati að gefa krossinn í þessu tilviki," sagði Haraldur Þorvarðarson. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Haukar og Valur sluppu við að mætast Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Haraldur Þorvarðarson, línumaður Selfyssinga í 1. deildinni í handbolta, vandar Hlyni Leifssyni, dómara leiks Selfoss og Stjörnunnar, ekki kveðjurnar en Hlynur sýndi honum krossinn í leik liðanna og var Haraldur dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. Hlynur sýndi krossinn undir lok leiksins er Haraldur braut gróflega á Vilhelm er hann reyndi að byrja sókn hjá Stjörnunni. Vilhelm svaraði fyrir sig með því að slá til Haraldar, sem svaraði í sömu mynt að sögn Hlyns. Krossinn sem um ræðir er bein brottvikning úr leik og ber eingöngu að nota þegar ofbeldi á sér stað. Þegar Hlynur sýndi Haraldi og Vilhelmi krossinn hafði það ekki gerst í tæp fimm ár. Síðastur á undan Hlyni til að nota krossinn var félagi hans Anton Gylfi Pálsson sem sýndi Alex Trúfan krossinn 26. mars árið 2000 en þá kýldi Trúfan línumann HK, Alexander Arnarsson. Haraldur segir að ekki hafi verið nein ástæða hjá Hlyni að beita krossinum í þessu tilviki. "Ég keyrði í Villa, stoppaði hann og svo rann leiktíminn út. Hann var náttúrlega svekktur og sló eitthvað aðeins til mín. Þetta var alls ekkert mikill hasar og það var hlægilegt hjá Hlyni að gefa krossinn út af þessu," sagði Haraldur en hann fékk þriggja leikja bann þar sem hann var kominn með fimm refsistig fyrir. Vilhelm var ekki kominn með nein refsistig fyrir og fékk því aðeins eins leiks bann. Leikmenn fá átta refsistig fyrir krossinn en tíu þarf til að fá þriggja leikja bann. "Vissulega hefði framkoma mín verðskuldað rautt spjald en ekki krossinn," sagði Haraldur, sem neitar því staðfastlega að hafa kýlt Vilhelm en í skýrslu dómara eftir leikinn kemur fram að Haraldur hafi slegið Vilhelm og því hafi hann fengið krossinn. "Vilhelm kýldi mig ekki einu sinni heldur. Hann ýtti boltanum eitthvað í mig en það var ekkert alvarlegt." Það var mikil umræða um krossinn í kjölfar atviksins með Roland Eradze og margir setja samasemmerki á milli þeirrar umræðu og krossanna tveggja sem Hlynur gaf í síðustu viku. Telur Haraldur að Hlynur hafi verið smitaður af þeirri umræðu? "Það hlýtur að vera því hann er fínn dómari og einn sá besti og reynslumesti í dag. En það var fáranlegt að mínu mati að gefa krossinn í þessu tilviki," sagði Haraldur Þorvarðarson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Haukar og Valur sluppu við að mætast Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira