Orkuverð hækkar vegna orkulaga 24. febrúar 2005 00:01 Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Ný orkulög valda hærra orkuverði til nokkurs fjölda neytenda, eins og til að mynda smáfyrirtækja sem áður nutu sérkjara hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Við greindum frá einu slíku tilfelli í vikunni þar sem rafmagnskostnaður jókst um 54 prósent. Garðyrkjubændur eru einnig fórnarlömb orkulaga sem og fjöldi húseigenda á landsbyggðinni sem nota raforku til kyndingar. Ekki liggur enn fyrir hversu mikil áhrifin verða en það ætti að skýrast á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði skýringa hjá Orkuveitu Reykjavíkur á því hvers vegna afsláttartaxtar hefðu verið felldir niður og fékk þau svör að nýju orkulögin leyfðu ekki slíka taxta. Hér væri enda að ræða um börn síns tíma, svokallaða roftaxta sem byggðust á því að selja umframorku ódýrt gegn því að mega rjúfa hana ef ekki væri nóg afgangs í kerfinu til að bjóða hana. Nú er ástandið þannig að orkan er ávallt nóg en var samt boðin á sömu kjörum. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, sagði leitað leiða til að koma til móts við þá viðskiptavini sem finna fyrir þessum breytingum sem eru til að mynda bakarar, þvottahús og fyrirtæki af sömu stærðargráðu. Hann vildi ekki greina frá því hvaða leiðir það væru. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fullyrti að ekki kæmi til orkuverðshækkana vegna nýju laganna. Hún vildi ekki koma í viðtal vegna málsins í dag en aðstoðarmaður hennar sagði það enn þá vera rétt að ekki hefði komið til nýs kostnaðar vegna laganna en að sérkjör hefðu verið felld niður. Engu að síður er vilji í ráðuneytinu til að mæta auknum kostnaði grænmetisbænda og húseigenda sem kynda með rafmagni og er þá helst verið að ræða auknar niðurgreiðslur í því samhengi því nýju orkulögin banna ekki niðurgreiðslur. Valgerður Sverrisdóttir verður gestur í Íslandi í bítið í fyrramálið. Fréttir Innlent Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Ný orkulög valda hærra orkuverði til nokkurs fjölda neytenda, eins og til að mynda smáfyrirtækja sem áður nutu sérkjara hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Við greindum frá einu slíku tilfelli í vikunni þar sem rafmagnskostnaður jókst um 54 prósent. Garðyrkjubændur eru einnig fórnarlömb orkulaga sem og fjöldi húseigenda á landsbyggðinni sem nota raforku til kyndingar. Ekki liggur enn fyrir hversu mikil áhrifin verða en það ætti að skýrast á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði skýringa hjá Orkuveitu Reykjavíkur á því hvers vegna afsláttartaxtar hefðu verið felldir niður og fékk þau svör að nýju orkulögin leyfðu ekki slíka taxta. Hér væri enda að ræða um börn síns tíma, svokallaða roftaxta sem byggðust á því að selja umframorku ódýrt gegn því að mega rjúfa hana ef ekki væri nóg afgangs í kerfinu til að bjóða hana. Nú er ástandið þannig að orkan er ávallt nóg en var samt boðin á sömu kjörum. Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitunnar, sagði leitað leiða til að koma til móts við þá viðskiptavini sem finna fyrir þessum breytingum sem eru til að mynda bakarar, þvottahús og fyrirtæki af sömu stærðargráðu. Hann vildi ekki greina frá því hvaða leiðir það væru. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra fullyrti að ekki kæmi til orkuverðshækkana vegna nýju laganna. Hún vildi ekki koma í viðtal vegna málsins í dag en aðstoðarmaður hennar sagði það enn þá vera rétt að ekki hefði komið til nýs kostnaðar vegna laganna en að sérkjör hefðu verið felld niður. Engu að síður er vilji í ráðuneytinu til að mæta auknum kostnaði grænmetisbænda og húseigenda sem kynda með rafmagni og er þá helst verið að ræða auknar niðurgreiðslur í því samhengi því nýju orkulögin banna ekki niðurgreiðslur. Valgerður Sverrisdóttir verður gestur í Íslandi í bítið í fyrramálið.
Fréttir Innlent Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira