Ölvun ógildir ekki bótarétt 24. febrúar 2005 00:01 Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. Fyrir tveimur árum lést kona á Kanaríeyjum þegar henni var ýtt fram af svölum. Sambýlismaður hennar var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða dánarbætur með þeim rökum að konan hafi verið drukkin. Aðstandendar gáfust ekki upp, unnu málið í héraðsdómi og í dag í Hæstarétti þar sem staðfest var að Tryggingamiðstöðin ætti að greiða aðstandendum konunnar sjö milljónir króna í bætur. Ólafur Elísson, lögmaður aðstandenda, segir að með þessum dómi sé því slegið föstu að þegar ölvað fólk verði fyrir slysum leiði það ekki eitt og sér til þess að ekki sé bótaréttur fyrir hendi á meðan það sé önnur frumorsök fyrir slysinu, þ.e. slysið verði vegna annars atviks en ölvunarinnar sem slíkrar. Það sé mjög mikilvægt að fá skýrt fordæmi fyrir þessu frá Hæstarétti. Ólafur tekur sem dæmi að ef ölvaður ökumaður stöðvar bifreið sína á rauðu ljósi þar sem keyrt er aftan á hann og hann slasast verður tryggingafélagið nú að greiða honum bætur þar sem ölvunin er ekki frumorsök slyssins. Það þarf þó vart að taka það fram að viðkomandi myndi að sjálfsögðu missa ökuleyfið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. Fyrir tveimur árum lést kona á Kanaríeyjum þegar henni var ýtt fram af svölum. Sambýlismaður hennar var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tryggingamiðstöðin neitaði að greiða dánarbætur með þeim rökum að konan hafi verið drukkin. Aðstandendar gáfust ekki upp, unnu málið í héraðsdómi og í dag í Hæstarétti þar sem staðfest var að Tryggingamiðstöðin ætti að greiða aðstandendum konunnar sjö milljónir króna í bætur. Ólafur Elísson, lögmaður aðstandenda, segir að með þessum dómi sé því slegið föstu að þegar ölvað fólk verði fyrir slysum leiði það ekki eitt og sér til þess að ekki sé bótaréttur fyrir hendi á meðan það sé önnur frumorsök fyrir slysinu, þ.e. slysið verði vegna annars atviks en ölvunarinnar sem slíkrar. Það sé mjög mikilvægt að fá skýrt fordæmi fyrir þessu frá Hæstarétti. Ólafur tekur sem dæmi að ef ölvaður ökumaður stöðvar bifreið sína á rauðu ljósi þar sem keyrt er aftan á hann og hann slasast verður tryggingafélagið nú að greiða honum bætur þar sem ölvunin er ekki frumorsök slyssins. Það þarf þó vart að taka það fram að viðkomandi myndi að sjálfsögðu missa ökuleyfið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira