Læti og hörkuslagsmál 25. febrúar 2005 00:01 ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi. Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik, eins og flestir félaga hans, og tilhlökkunin leynir sér ekki hjá honum. "Ég setti mér það markmið fyrir nokkrum árum að ég myndi aldrei fara í Höllina fyrr en ég kæmist þangað sjálfur og ég hef staðið við það loforð. Það verður því ákaflega ljúft að mæta þangað núna til þess að spila," sagði Bjarni en leið ÍR-inga í úrslitin var ekki auðveld enda þurftu þeir að ryðja bæði Haukum og ÍBV úr veginum á leið sinni í Höllina. ÍR-liðið hefur verið nálægt því að vinna bikar síðustu ár en leikmönnum liðsins hefur ekki enn tekist að stíga skrefið til fulls og því spyrja margir sig að því hvort það sé ekki kominn tími á að liðið losi sig við stimpilinn að vera efnilegt og verði einfaldlega gott. "Við erum meira en efnilegir að mínu mati en það er alveg rétt að það er kominn tími á titil. Við erum búnir að bíða eftir því lengi en það hlýtur að vera komið að okkur núna," sagði Bjarni en ÍR tapaði fyrir HK fyrir ekki margt löngu. Hann lofar að bæta fyrir það tap í Höllinni í dag. "Við vorum mjög slakir í þeim leik en við ætlum að gera betur núna. Ég held að þetta verði rosalegur leikur og mig er farið að kitla í puttana því þetta verða mikil læti og hörkuslagsmál. Ég ætla að vinna þennan leik. Það kemur ekkert annað til greina," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR. Miglius Astrauskas, þjálfari HK, tekur lítið fyrir umræddan sigur sinna manna um daginn og segir dagsformið koma til með að ráða úrslitum. "Í úrslitaleikjum snýst þetta um hvort liðið hafi meiri vilja. Þetta eru mjög áþekk lið og ég tel líkur beggja vera jafnmiklar. Ef við spilum okkar leik tel ég að við munum sigra," segir Astrauskas. HK vann bikarinn fyrir tveimur árum síðan og segir Astrauskas að það muni hjálpa liðinu í leiknum í dag. "Mínir menn hafa þarmeð reynslu sem ÍR-ingar hafa ekki. Sú reynsla gæti ráðið úrslitum þegar uppi er staðið." Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi. Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik, eins og flestir félaga hans, og tilhlökkunin leynir sér ekki hjá honum. "Ég setti mér það markmið fyrir nokkrum árum að ég myndi aldrei fara í Höllina fyrr en ég kæmist þangað sjálfur og ég hef staðið við það loforð. Það verður því ákaflega ljúft að mæta þangað núna til þess að spila," sagði Bjarni en leið ÍR-inga í úrslitin var ekki auðveld enda þurftu þeir að ryðja bæði Haukum og ÍBV úr veginum á leið sinni í Höllina. ÍR-liðið hefur verið nálægt því að vinna bikar síðustu ár en leikmönnum liðsins hefur ekki enn tekist að stíga skrefið til fulls og því spyrja margir sig að því hvort það sé ekki kominn tími á að liðið losi sig við stimpilinn að vera efnilegt og verði einfaldlega gott. "Við erum meira en efnilegir að mínu mati en það er alveg rétt að það er kominn tími á titil. Við erum búnir að bíða eftir því lengi en það hlýtur að vera komið að okkur núna," sagði Bjarni en ÍR tapaði fyrir HK fyrir ekki margt löngu. Hann lofar að bæta fyrir það tap í Höllinni í dag. "Við vorum mjög slakir í þeim leik en við ætlum að gera betur núna. Ég held að þetta verði rosalegur leikur og mig er farið að kitla í puttana því þetta verða mikil læti og hörkuslagsmál. Ég ætla að vinna þennan leik. Það kemur ekkert annað til greina," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR. Miglius Astrauskas, þjálfari HK, tekur lítið fyrir umræddan sigur sinna manna um daginn og segir dagsformið koma til með að ráða úrslitum. "Í úrslitaleikjum snýst þetta um hvort liðið hafi meiri vilja. Þetta eru mjög áþekk lið og ég tel líkur beggja vera jafnmiklar. Ef við spilum okkar leik tel ég að við munum sigra," segir Astrauskas. HK vann bikarinn fyrir tveimur árum síðan og segir Astrauskas að það muni hjálpa liðinu í leiknum í dag. "Mínir menn hafa þarmeð reynslu sem ÍR-ingar hafa ekki. Sú reynsla gæti ráðið úrslitum þegar uppi er staðið."
Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti