Kátir með aukna samkeppni 26. febrúar 2005 00:01 Hjá Bónus eru menn sallarólegir með verðlækkun Krónunnar í dag og jafnvel bara nokkuð kátir með aukna samkeppni að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. Hann segir að þeir séu bara upp með sér að verslanakeðja á sama markaði þurfi að lækka sig um allt að 25% til að bjóða sambærilegt verð og Bónus. Spurður hvort þeir hafi kynnt sér nýju verðin hjá Krónunni í dag segir Guðmundur svo vera að og í kjölfarið hafi Bónus lækkað verð á einhverjum vörum. Varðandi orð Sigurðar um að ekki hafi verið virk samkepnni á þessum markaði spyr Guðmundur hvort kollegi hans hjá Kaupási hafi hreinlega ekki verið í vinnunni. Bónus hafi alla vega ávallt lagt sig fram við að hafa lægsta verðið. Krónan hefur blásið til sóknar á matvörumarkaði með allt að fjórðungslækkun á ákveðnum tegundum matvæla í dag. Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur Krónuverslanirnar, segir tímabært að virkja samkeppni milli lágvöruverðsverslana hér á landi. Að hans sögn er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og auka samkeppni á lágvöruverðsmarkaði sem hann segir ekki hafa verið nægilega mikla fyrir. Ástæðuna fyrir því segir hann líta svo út að einn aðili hafi verið með yfirburðastöðu á markaðinum en neytendur vilji meiri samkeppni. Aðspurður hvers vegna verð Krónunnar hafi ekki verið lægra í ljósi þess að verslununum hafi verið komið á laggirnar til að veita t.a.m. Bónus samkeppni í lágvöruverðsverlsun, segir Sigurður að tiltölulega stutt sé síðan nýir eigendur hafi komið að fyrirtækinu og upp frá því hafi þeir verið að kynna sér reksturinn og gera hagræðingar í honum, t.d. með því að endursemja við birgja. Spurður hvort Krónan sé núna með lægra vöruverð en Bónus eða einungis sambærilegt segir hann að þeir muni leggja sig alla fram við að tryggja neytendum samkeppnishæft verð á hverjum tíma á helstu neysluvörum heimilisins. Kaupás rekur tólf Krónuverslanir: á höfuðborgarsvæðinu, á Þorlákshöfn, Selfossi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum en bráðlega verður opnuð ný Krónuverslun á Reyðarfirði. Auk þess rekur Kaupás verslanir Nóatúns og 11-11. Hagar reka 23 Bónusverslanir auk verslana undir nafni Hagkaupa og 10-11 Neytendur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Hjá Bónus eru menn sallarólegir með verðlækkun Krónunnar í dag og jafnvel bara nokkuð kátir með aukna samkeppni að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. Hann segir að þeir séu bara upp með sér að verslanakeðja á sama markaði þurfi að lækka sig um allt að 25% til að bjóða sambærilegt verð og Bónus. Spurður hvort þeir hafi kynnt sér nýju verðin hjá Krónunni í dag segir Guðmundur svo vera að og í kjölfarið hafi Bónus lækkað verð á einhverjum vörum. Varðandi orð Sigurðar um að ekki hafi verið virk samkepnni á þessum markaði spyr Guðmundur hvort kollegi hans hjá Kaupási hafi hreinlega ekki verið í vinnunni. Bónus hafi alla vega ávallt lagt sig fram við að hafa lægsta verðið. Krónan hefur blásið til sóknar á matvörumarkaði með allt að fjórðungslækkun á ákveðnum tegundum matvæla í dag. Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur Krónuverslanirnar, segir tímabært að virkja samkeppni milli lágvöruverðsverslana hér á landi. Að hans sögn er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og auka samkeppni á lágvöruverðsmarkaði sem hann segir ekki hafa verið nægilega mikla fyrir. Ástæðuna fyrir því segir hann líta svo út að einn aðili hafi verið með yfirburðastöðu á markaðinum en neytendur vilji meiri samkeppni. Aðspurður hvers vegna verð Krónunnar hafi ekki verið lægra í ljósi þess að verslununum hafi verið komið á laggirnar til að veita t.a.m. Bónus samkeppni í lágvöruverðsverlsun, segir Sigurður að tiltölulega stutt sé síðan nýir eigendur hafi komið að fyrirtækinu og upp frá því hafi þeir verið að kynna sér reksturinn og gera hagræðingar í honum, t.d. með því að endursemja við birgja. Spurður hvort Krónan sé núna með lægra vöruverð en Bónus eða einungis sambærilegt segir hann að þeir muni leggja sig alla fram við að tryggja neytendum samkeppnishæft verð á hverjum tíma á helstu neysluvörum heimilisins. Kaupás rekur tólf Krónuverslanir: á höfuðborgarsvæðinu, á Þorlákshöfn, Selfossi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum en bráðlega verður opnuð ný Krónuverslun á Reyðarfirði. Auk þess rekur Kaupás verslanir Nóatúns og 11-11. Hagar reka 23 Bónusverslanir auk verslana undir nafni Hagkaupa og 10-11
Neytendur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira