Sport

Úrslit í NBA-körfuboltanum í nótt

Þrír leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. Shaquille O´Neal og félagar í Miami Heat báru sigurorð af New Jersey Nets á útivelli, 106-90. Dwayne Wade var stigahæstur í liði Heat með 27 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Vince Carter skoraði 27 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Nets. Denver Nuggets tók á móti Indiana Pacers þar sem Carmelo Anthony var stigahæsti leikmaður vallarins með 28 stig. Heimamenn unnu leikinn 96-87 og fimmti sigurinn í röð staðreynd. Stephen Jackson skoraði 16 stig fyrir Pacers. NBA-meistari síðasta árs, Detroit Pistons, var sótti Phoenix Suns heim í bráðfjörugum leik. Eftir þrjá leikhluta höfðu gestirnir 10 stiga forystu, 76-66. Þá settu heimamenn í gírinn, unnu síðasta leikhlutann 34-21 og lokatölur urðu 100-97. Suns batt þar með enda á sigurgöngu Pistons sem hafði unnið sjö leiki í röð. Amare Stoudemire skoraði 26 stig og tók 10 fráköst í liði heimamanna og Steve Nash var einnig traustur með 16 stig og 14 stoðsendingar. Rasheed Wallace fór fyrir gestunum með 22 stig, 13 fráköst og 4 varin skot. "Bekkurinn kom sterkur inn þegar leið á og hélt okkur inni í leiknum," sagði Steve Nash. "Um leið og við sáum tækifæri hertum við okkur upp." Larry Brown, þjálfari Pistons, var svekktur í leikslok. "Við lentum í villuvandræðum en náðum samt 21 sóknarfrákasti en náðum ekki að nýta það," sagði Brown.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×