Segir kúvent í flugvallarmáli 6. mars 2005 00:01 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir samkomulag við samgönguráðherra sýna að borgarstjóri hafi kúvent í flugvallarmálinu. Borgarstjóri segir að aðeins sé um minnisblað að ræða sem skuldbindi ekki borgina. Samkomulagið sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirrituðu þann 11. febrúar kveður á um víðtækar breytingar á svæði Reykjavíkurflugvallar þar sem gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöð verði reist. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að um stórmál sé að ræða fyrir Reykjavík og að samkomulag borgarstjóra og samgönguráðherra hefði átt að ræða í borgarráði. Það hafi verið mjög sérkennilegt að sjá það í fréttum Stöðvar 2 að fréttasofan hefði undir höndum minnisblað sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu undirritað um þetta stóra mál. Það hefði ekkert verið kynnt í borgarráði eða minnisblaðið lagt þar fram og samt sé sagt að það séu þrjár vikur síðan minnisblaðið var undirritað. Að mati Vilhjálms eru þetta ekki góð vinnubrögð og hann gagnrýnir þau. Hins vegar segir hann ljóst út frá minnisblaðinu að um algera kúvendingu sé að ræða af hálfu R-listans í málinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir samkomulagið aðeins vera minnispunkta sem séu ekki skuldbindandi fyrir Reykjavíkurborg. Hún vísar gagnrýni oddvita sjálfstæðismanna á bug. Vilhjálmi hafi verið fullkunnugt um að hún hafi átt í viðræðum við samgönguráðherra. Minnisblaðið verði lagt fram í borgarráði á fimmtudaginn kemur þannig að vinnubrögðin séu fullkomlega eðlileg. Aðspurð hvort þetta séu venjuleg vinnubrögð í svo stóru máli ítrekar Steinunn að hér sé um minnisblað að ræða milli borgarstjóra og samgönguráðherra og það hafi orðið að samkomulagi milli hennar og ráðherra að hann legði það fyrst fram í ríkisstjórn og hún svo í borgarráði og það muni hún gera á fimmtudaginn. Spurð hvort minnisblaðið sé ekki skuldbindandi fyrir borgina segir Steinunn að minnisblaðið snúist um sameiginlegar áherslur hennar og ráðherra sem feli ekkert í sér nema viljayfirlýsingu og engar skuldbindingar í sjálfu sér. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir samkomulag við samgönguráðherra sýna að borgarstjóri hafi kúvent í flugvallarmálinu. Borgarstjóri segir að aðeins sé um minnisblað að ræða sem skuldbindi ekki borgina. Samkomulagið sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirrituðu þann 11. febrúar kveður á um víðtækar breytingar á svæði Reykjavíkurflugvallar þar sem gert er ráð fyrir að samgöngumiðstöð verði reist. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að um stórmál sé að ræða fyrir Reykjavík og að samkomulag borgarstjóra og samgönguráðherra hefði átt að ræða í borgarráði. Það hafi verið mjög sérkennilegt að sjá það í fréttum Stöðvar 2 að fréttasofan hefði undir höndum minnisblað sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu undirritað um þetta stóra mál. Það hefði ekkert verið kynnt í borgarráði eða minnisblaðið lagt þar fram og samt sé sagt að það séu þrjár vikur síðan minnisblaðið var undirritað. Að mati Vilhjálms eru þetta ekki góð vinnubrögð og hann gagnrýnir þau. Hins vegar segir hann ljóst út frá minnisblaðinu að um algera kúvendingu sé að ræða af hálfu R-listans í málinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir samkomulagið aðeins vera minnispunkta sem séu ekki skuldbindandi fyrir Reykjavíkurborg. Hún vísar gagnrýni oddvita sjálfstæðismanna á bug. Vilhjálmi hafi verið fullkunnugt um að hún hafi átt í viðræðum við samgönguráðherra. Minnisblaðið verði lagt fram í borgarráði á fimmtudaginn kemur þannig að vinnubrögðin séu fullkomlega eðlileg. Aðspurð hvort þetta séu venjuleg vinnubrögð í svo stóru máli ítrekar Steinunn að hér sé um minnisblað að ræða milli borgarstjóra og samgönguráðherra og það hafi orðið að samkomulagi milli hennar og ráðherra að hann legði það fyrst fram í ríkisstjórn og hún svo í borgarráði og það muni hún gera á fimmtudaginn. Spurð hvort minnisblaðið sé ekki skuldbindandi fyrir borgina segir Steinunn að minnisblaðið snúist um sameiginlegar áherslur hennar og ráðherra sem feli ekkert í sér nema viljayfirlýsingu og engar skuldbindingar í sjálfu sér.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira