Íslendingafélögin í andaslitrunum? 6. mars 2005 00:01 Eru Íslendingafélögin á Norðurlöndunum í andarslitrunum? Stjórnendur félaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð segja að félögin verði að laga sig að breyttum tímum ætli þau að halda velli. Rúmlega 200 þúsund manns búa í Árósum í Danmörku. Bjarni Danivalsson, stjórnarmaður í Íslendingafélaginu þar, segir félagið vera í samkeppni við afþreyingar- og tæknimöguleika nútímans. Fólk sé í sambandi á Netinu allan sólarhringinn og hafi því ekki eins mikla þörf fyrir að koma á kaffifund og spjalla við fólk og áður. Bjarni segir erfiðara að komast í samband við nýja hópa sem koma á haustin, en í Árósum sem og víðar hefur verið stofnað sérstakt félag íslenskra námsmanna. Hann segir að reynt hafi verið að hengja upp auglýsingar í háskólanum og búðum sem vitað sé að Íslendingar sæki en lítið hafi komið út út því. Sunnar á Jótlandi er aðra sögu að segja frá 50.000 manna bænum Horsens. Þar búa um 400 Íslendingar og um helmingur þeirra í sama hverfinu, hinum svokallaða Mosa. Einar Birgisson hjá Íslendingafélaginu Horsens segir að í þau tæpu tvö ár sem hann hafi búið í bænum hafi hann eignast yndislega vini og 90 prósent þeirra séu Íslendingar, einmitt vegna þess hvar hann búi. Vefurinn er fréttaveitan í dag. Félag íslenskra námsmanna í Osló og nágrenni hætti þannig fyrir þremur árum að bjóða uppá sameiginlega Moggastund en segir þörf vera á menningarviðburðum eins og þorrablótum. Í Gautaborg aftur á móti var þorrablóti aflýst í fyrsta sinn í ár og segir gjaldkeri félagsins að það sé nánast ómögulegt að fá fólk til að taka þátt í því sem boðið er upp á. Fjölmennasta þorrablótið til þessa var hins vegar haldið í 27.000 manna bænum Sönderborg í Danmörku. Það gengur því betur í smærri bæjum. Einar Birgisson segir að 120 miðar hafi verið í boði þar og þeir hafi allir farið. Tilveran Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Eru Íslendingafélögin á Norðurlöndunum í andarslitrunum? Stjórnendur félaga í Danmörku, Noregi og Svíþjóð segja að félögin verði að laga sig að breyttum tímum ætli þau að halda velli. Rúmlega 200 þúsund manns búa í Árósum í Danmörku. Bjarni Danivalsson, stjórnarmaður í Íslendingafélaginu þar, segir félagið vera í samkeppni við afþreyingar- og tæknimöguleika nútímans. Fólk sé í sambandi á Netinu allan sólarhringinn og hafi því ekki eins mikla þörf fyrir að koma á kaffifund og spjalla við fólk og áður. Bjarni segir erfiðara að komast í samband við nýja hópa sem koma á haustin, en í Árósum sem og víðar hefur verið stofnað sérstakt félag íslenskra námsmanna. Hann segir að reynt hafi verið að hengja upp auglýsingar í háskólanum og búðum sem vitað sé að Íslendingar sæki en lítið hafi komið út út því. Sunnar á Jótlandi er aðra sögu að segja frá 50.000 manna bænum Horsens. Þar búa um 400 Íslendingar og um helmingur þeirra í sama hverfinu, hinum svokallaða Mosa. Einar Birgisson hjá Íslendingafélaginu Horsens segir að í þau tæpu tvö ár sem hann hafi búið í bænum hafi hann eignast yndislega vini og 90 prósent þeirra séu Íslendingar, einmitt vegna þess hvar hann búi. Vefurinn er fréttaveitan í dag. Félag íslenskra námsmanna í Osló og nágrenni hætti þannig fyrir þremur árum að bjóða uppá sameiginlega Moggastund en segir þörf vera á menningarviðburðum eins og þorrablótum. Í Gautaborg aftur á móti var þorrablóti aflýst í fyrsta sinn í ár og segir gjaldkeri félagsins að það sé nánast ómögulegt að fá fólk til að taka þátt í því sem boðið er upp á. Fjölmennasta þorrablótið til þessa var hins vegar haldið í 27.000 manna bænum Sönderborg í Danmörku. Það gengur því betur í smærri bæjum. Einar Birgisson segir að 120 miðar hafi verið í boði þar og þeir hafi allir farið.
Tilveran Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira