Skýr vilji Alþingis um flugvöllinn 7. mars 2005 00:01 Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hóf umræðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og spurði Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra um hugmyndir um að loka norður-suður flugbraut vallarins. Hann svaraði því til að gæta yrði ítrasta öryggis og þá yrðu fleiri en ein flugbraut að vera til staðar. Samgönguráðherra sagði að Alþingi hefði fyrir fimm árum samþykkt endurnýjun flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og afgreitt samgönguáætlun þar sem fjallað hefði verið um samgöngumiðstöð. Vilji þingsins hefði því verið afskaplega skýr að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Það kom greinilega fram í unmræðunni að málið er þverpólitískt og að í öllum flokkum eru bæði fygismenn og andstæðingar flugvallar í Vatnsmýri. Helgi Hjörvar Samfylkingunni talaði harðast gegn flugvellinum. Hann kvaðst, til sátta við landsbyggðina, leggja til að söluandvirði af landareignum ríkisins í Vatnsmýrinni, allt að tíu milljörðum króna, verið varið til að efla byggðarlögin á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Þingmenn þessara svæða gáfu hins vegar lítið fyrir boðið. Magnús Stefánsson Framsóknarflokki sagði grundvallaratriði að miðstöð innanlandssamganga verði í höfuðborginni. Kristján Möller Samfylkingunni hvatti til sátta á grundvelli minnisblaðs sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu ritað undir en áberandi var að Suðurnesjamenn vildu gjarnan fá innanlandsflugið til sín, t.d. Hjálmar Árnason Framsóknarflokki. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, taldi hins vegar ekkert liggja á ákvörðun því öll tilskilin leyfi væru til staðar til reksturs flugvallarins til ársins 2016. „Eigum við ekki nú bara að draga andann rólega. Himin og jörð eru ekki að farast þessa dagana í þessum efnum,“ sagði Steingrímur. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hóf umræðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og spurði Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra um hugmyndir um að loka norður-suður flugbraut vallarins. Hann svaraði því til að gæta yrði ítrasta öryggis og þá yrðu fleiri en ein flugbraut að vera til staðar. Samgönguráðherra sagði að Alþingi hefði fyrir fimm árum samþykkt endurnýjun flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og afgreitt samgönguáætlun þar sem fjallað hefði verið um samgöngumiðstöð. Vilji þingsins hefði því verið afskaplega skýr að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Það kom greinilega fram í unmræðunni að málið er þverpólitískt og að í öllum flokkum eru bæði fygismenn og andstæðingar flugvallar í Vatnsmýri. Helgi Hjörvar Samfylkingunni talaði harðast gegn flugvellinum. Hann kvaðst, til sátta við landsbyggðina, leggja til að söluandvirði af landareignum ríkisins í Vatnsmýrinni, allt að tíu milljörðum króna, verið varið til að efla byggðarlögin á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Þingmenn þessara svæða gáfu hins vegar lítið fyrir boðið. Magnús Stefánsson Framsóknarflokki sagði grundvallaratriði að miðstöð innanlandssamganga verði í höfuðborginni. Kristján Möller Samfylkingunni hvatti til sátta á grundvelli minnisblaðs sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu ritað undir en áberandi var að Suðurnesjamenn vildu gjarnan fá innanlandsflugið til sín, t.d. Hjálmar Árnason Framsóknarflokki. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, taldi hins vegar ekkert liggja á ákvörðun því öll tilskilin leyfi væru til staðar til reksturs flugvallarins til ársins 2016. „Eigum við ekki nú bara að draga andann rólega. Himin og jörð eru ekki að farast þessa dagana í þessum efnum,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira