Sport

Ruud bjargvættur United?

Hollendingurinn Ruud van Nistelroy telur sig geta hjálpað liði sínu, Manchester United, til að leggja AC Milan af velli og komast áfram í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Liðin mætast á San Siro leikvanginum í kvöld og fullyrti Nistelroy að mark í leiknum gæti skipt sköpum fyrir sig. "Ég hef aldrei verið betur á mig kominn líkamlega og mér finnst ég hafa tekið framförum á æfingum," sagði Nistelrooy sem steig nýlega upp úr hælmeiðslum. Fyrri viðureign liðanna fór fram á Old Trafford í Manchester þar sem gestirnir höfðu betur, 1-0. Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United liðsins, hafði fulla trú á sínum nani. "Vonandi fær Ruud svipuð tækifæri og á laugardaginn var. Það er enginn betri en hann til að nýta þau," sagði Ferguson. Leikurinn í kvöld er í beinni útsendingu á Sýn kl. 21:40.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×