Sport

Kewell ekki með gegn Leverkusen

Harry Kewell, leikmaður Liverpool, mun ekki vera með í seinni leik liðsins gegn þýska liðinu Leverkusen í Meistaradeild Evrópu sem fram fer annað kvöld. Kewell hefur átt við ökklameiðsli að stríða og er ekki orðinn nógu heill til að geta verið Liverpool til fulltingis. Hins vegar geta unnendur Liverpool glaðst yfir því að Dietmar Hamann og Jerzy Dudek eru komnir á fullt skrið og munu að öllum líkindum vera í byrjunarliðinu gegn Leverkusen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×