Sport

Börsungar tapsárir

Leikmenn Barcelona eru í sárum eftir tapið á Stanford Bridge í  gær og Samuel Eto´o fór fyrir sínum mönnum í yfirlýsingunum eftir leikinn sem áður. Kamerúninn sagði að hann hefði orðið fyrir kynþáttafordómum af hendi starfsmanns Chelsea eftir leikinn og hafði allt á hornum sér á blaðamannafundi í gær.  "Starfsmaður Chelsea kallaði mig apa, ég skyldi alveg hvað hann sagði og ég er ævareiður út af því", sagði Eto´o, sem sagði að mótherjar sínir hafi verið ósvífnir í gærkvöldi.  Hann var einnig mjög ósáttur við Collina dómara og sparaði ekki stóru orðin í garð frægasta knattspyrnudómara heims, sem honum þótti eyðileggja sigurvonir sinna manna með lélegri dómgæslu.  "Fólk segir að Collina sé besti dómari í heimi, en ég er ósammála, ég held að hann sé einn af þeim lélegri.  Ef Chelsea verða Evrópumeistarar er það skandall.  Þeir komust áfram af því við leyfðum þeim það og af því að dómarinn var þeim hliðhollur", sagði Kamerúninn yfirlýsingaglaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×