Neita að vinna með Auðuni Georg 14. mars 2005 00:01 „Framganga Markúsar í Kastljósi Sjónvarpsins gekk gjörsamlega fram af félagsmönnum í Félagi fréttamanna og mér persónulega þar sem hann gerði lítið úr starfsmönnum sínum, þeirra faglega starfi undanfarin ár," segir Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna. Fréttamenn á fréttastofu Útvarps ítrekuðu vantraust sitt á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra eftir viðtal sem tekið var við hann í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Þar færði Markús Örn rök fyrir því hvers vegna hann ákvað að ráða Auðun Georg Ólafsson sem næsta fréttastjóra Útvarps. Um leið reitti hann fréttamenn til reiði. Jón Gunnar sagði eftir fund fréttamanna í gærkvöldi að ef einhvern tíma hafi verið ástæða til að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli hafi það verið í gærkvöldi í kjölfar yfirlýsinga Markúsar Arnar. „Fréttamenn munu ekki sitja undir þessu og treysta sér ekki til þess að starfa með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa inn í fréttastofuna,“ segir Jón Gunnar. Hann segir fréttamenn hafa kappkostað að fjalla ekki um Auðun persónulega en eftir að útvarpsstjóri hafi mært hann á kostnað annarra umsækjenda sem hafi unnið fyrir Útvarpið af heilindum um langt skeið sé fréttamönnum ofboðið. Jón Gunnar sagðist ekki geta fullyrt um hvort fréttamenn myndu segja upp unnvörpum ef Auðun Georg kæmi til starfa en eitt væri ljóst. „Við störfum ekki með honum. Félagsmenn treysta sér ekki til þess þegar er búið að nánast lýsa frati á þeirra störf.“ Í viðtali við Sigmar og Markús Örn svaraði spurningum Sigmars Guðmundssonar og Eyrúnar Magnúsdóttur. Markús Örn sagði að Ríkisútvarpið næði illa til ungs fólks og væri meðal annars þess vegna gott að fá Auðun Georg, ungan og ferskan mann, til starfa. Aðspurður hvort hann gerði ekki lítið úr reynslu annarra sem hefðu unnið lengi á fréttastofu og stýrt vöktum svaraði Markús Örn: „Stýra vöktum. Hvað er það mikið atriði fyrir nýjan mann og hvað tekur það langan tíma að læra að stilla upp vöktum.“ Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
„Framganga Markúsar í Kastljósi Sjónvarpsins gekk gjörsamlega fram af félagsmönnum í Félagi fréttamanna og mér persónulega þar sem hann gerði lítið úr starfsmönnum sínum, þeirra faglega starfi undanfarin ár," segir Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna. Fréttamenn á fréttastofu Útvarps ítrekuðu vantraust sitt á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra eftir viðtal sem tekið var við hann í Kastljósi Sjónvarpsins í gær. Þar færði Markús Örn rök fyrir því hvers vegna hann ákvað að ráða Auðun Georg Ólafsson sem næsta fréttastjóra Útvarps. Um leið reitti hann fréttamenn til reiði. Jón Gunnar sagði eftir fund fréttamanna í gærkvöldi að ef einhvern tíma hafi verið ástæða til að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna framgöngu hans í þessu máli hafi það verið í gærkvöldi í kjölfar yfirlýsinga Markúsar Arnar. „Fréttamenn munu ekki sitja undir þessu og treysta sér ekki til þess að starfa með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa inn í fréttastofuna,“ segir Jón Gunnar. Hann segir fréttamenn hafa kappkostað að fjalla ekki um Auðun persónulega en eftir að útvarpsstjóri hafi mært hann á kostnað annarra umsækjenda sem hafi unnið fyrir Útvarpið af heilindum um langt skeið sé fréttamönnum ofboðið. Jón Gunnar sagðist ekki geta fullyrt um hvort fréttamenn myndu segja upp unnvörpum ef Auðun Georg kæmi til starfa en eitt væri ljóst. „Við störfum ekki með honum. Félagsmenn treysta sér ekki til þess þegar er búið að nánast lýsa frati á þeirra störf.“ Í viðtali við Sigmar og Markús Örn svaraði spurningum Sigmars Guðmundssonar og Eyrúnar Magnúsdóttur. Markús Örn sagði að Ríkisútvarpið næði illa til ungs fólks og væri meðal annars þess vegna gott að fá Auðun Georg, ungan og ferskan mann, til starfa. Aðspurður hvort hann gerði ekki lítið úr reynslu annarra sem hefðu unnið lengi á fréttastofu og stýrt vöktum svaraði Markús Örn: „Stýra vöktum. Hvað er það mikið atriði fyrir nýjan mann og hvað tekur það langan tíma að læra að stilla upp vöktum.“
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira