Hann segir að auðvitað sé alltaf best að gefa sér tíma í þetta, en hans reynsla er sú að fólk sé yfirleitt alltaf á síðustu stundu. "Ef fólk er búið að ákveða kortið og ekki er löng biðröð í prentvélarnar er yfirleitt hægt að afgreiða kortin með tveggja daga fyrirvara," segir Þorsteinn.
"Fólki finnst þægilegt að geta gengið að hugmyndum að kortum og flestir styðjast við stöðluðu kortin. Auðvitað vilja sumir gera eitthvað öðruvísi," segir Þorsteinn.
