Innlent

Kvartað á Alþingi

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvartaði yfir því á Alþingi í dag að hans flokksmenn fengu ekki að koma að óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Halldór Blöndal, forseti þingsins, tók þessari gagnrýni hans illa og sagði enga beiðni hafa komið frá þingflokki Frjálslynda flokksins um að leggja fram fyrirspurn til ráðherra þennan mánudaginn. Helgi Hjörvar Samfylkingu kvaddi sér einnig hljóðs undir liðnum athugasemdir við fundarstjórn forseta og sagði þingmenn Sjálfstæðisflokks fá greiðari aðgang að ráðherrum þegar kæmi að óundirbúnum fyrirspurnum. Sú athugasemd Helga vakti aftur reiði Einars K. Guðfinnssonar, þingflokksformanns Sjálfsstæðisflokksins, sem taldi umræðuna út í hött; að sjálfssögðu hefðu þingmenn stjórnarflokkanna jafn mikinn rétt til fyrirspurna og þingmenn stjórnarandstöðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×