Innlent

Ráðherrar gegni ekki þingmennsku

 Í umræðunni um frumvarpið kom fram að bæði Framsóknarflokkur og Samfylking hafa ályktað í samræmi við frumvarpið. Tilgangurinn er að skerpa skilin milli löggjafarvaldsins og framkvæmdarvaldsins. "Við Pétur Blöndal vorum sammála í umræðunum um frumvarpið að nú væri meira lag en oft áður því yfirstandandi er endurskoðun á stjórnarskránni en ekki er oft sem það gerist," segir Siv. Hún benti á að hugur framsóknarmanna standi til þess að koma þessu í framkvæmd hið fyrsta en eitt af meginatriðunum í kosningastefnuskrá flokksins fyrir síðustu kosningar var að koma á þeim breytingum að ráðherrar gegni ekki jafnframt þingmennsku. "Nefndin um endurskoðun stjórnarskrárinnar hlýtur að skoða þetta eins og aðrar hugmyndir um breytingu á stjórnarskrá. Nefndin hefur skýrt frá því að þar sé allt til skoðunar," segir Siv og bendir jafnframt á að þetta fyrirkomulag sé við lýði bæði í Noregi og Svíþjóð. "Þetta er mikilvæg breyting sem hægt er að horfa á í samhengi við breytingar á stjórnarráðinu sem búið er að tala um í fjölda ára og miða að því að fækka ráðuneytum og sameina," segir Siv.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×