Fá greitt fyrir kynlífssýningar 13. apríl 2005 00:01 "Við vitum um íslenskar stúlkur sem hafa hagnast á því að bera sig fyrir framan myndavélar í svokallaðri beinni útsendingu á netinu," sagði Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður hjá ofbeldisbrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Kristján flutti fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum, sem haldin var í fyrradag í Kennaraháskóla Íslands. Hann fjallaði um ofbeldismál tengd netinu. Um þá aðferð stúlkna að hagnast á svokölluðum "beinum útsendingum" sagði hann að við þær væru notaðar svokallaðar vefmyndavélar. "Þar eru sýndar kynferðislegar athafnir. Menn fá að sjá meira ef þeir gefa upp greiðslukortanúmerið," bætti hann við. Hann fjallaði einnig um aðferðir barnaníðinga við að tæla ung börn og setti fram alvarleg varnaðarorð til forráðamanna varðandi netnotkun barnanna. "Tæling og blekking eru helstu aðferðir við kynferðisafbrot gagnvart börnum," sagði hann. "Ég hef séð stúlkur og drengi verða fyrir barðinu á barnaníðingum með þessum hætti. Um 70 - 80 prósent barnaníðinga hafa sótt barnaklám á netinu. Og um 70 - 80 prósent þeirra sem sækjast í barnaklám á netinu hafa framið kynferðisbrot gegn börnum. Lögreglan vinnur með hliðsjón af þessum staðreyndum í dag. Þeir sem ætla sér að nálgast börn með kynferðisofbeldi í huga gera það ekki með því að beita þau líkamlegu ofbeldi, heldur beita þeir "nærgætnu" ofbeldi til að komast að þeim." Kristján Ingi sagði að líkja mætti barnaníðingum við fíkla. Þeir gerðu hvað sem er til þess að nálgast börn. Ef þeir næðu barni til sín væru allar líkur á að þeir kæmust eins langt með það og þeir ætluðu sér. Hann sagði enn fremur að enginn gæti verið óhultur fyrir barnaníðungum. Algengur misskilningur foreldra væri sá, að þau héldu að börnin væru óhult fyrir ofbeldismönnunum ef þau væru látin fylgja útivistarreglum. "Barnaníðingar aðlaga sig að útivistarreglum barna. Þeir vilja ekki að börn sem þeir hafa læst klónum í brjóti þær, því það gæti vakið spurningar sem kæmu upp um afbrot þeirra. Þeir hanga á einkamálarásum og opnum spjallrásum á netinu, þeir eiga msn - netfang hjá fjölda barna. Þeir bíða og þeir vinna að því að fá börnin til að hitta sig. Þeir gera það markvisst, öllum stundum, allan sólarhringinn." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
"Við vitum um íslenskar stúlkur sem hafa hagnast á því að bera sig fyrir framan myndavélar í svokallaðri beinni útsendingu á netinu," sagði Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður hjá ofbeldisbrotadeild Lögreglunnar í Reykjavík. Kristján flutti fróðlegan og gagnlegan fyrirlestur á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi gegn börnum og unglingum, sem haldin var í fyrradag í Kennaraháskóla Íslands. Hann fjallaði um ofbeldismál tengd netinu. Um þá aðferð stúlkna að hagnast á svokölluðum "beinum útsendingum" sagði hann að við þær væru notaðar svokallaðar vefmyndavélar. "Þar eru sýndar kynferðislegar athafnir. Menn fá að sjá meira ef þeir gefa upp greiðslukortanúmerið," bætti hann við. Hann fjallaði einnig um aðferðir barnaníðinga við að tæla ung börn og setti fram alvarleg varnaðarorð til forráðamanna varðandi netnotkun barnanna. "Tæling og blekking eru helstu aðferðir við kynferðisafbrot gagnvart börnum," sagði hann. "Ég hef séð stúlkur og drengi verða fyrir barðinu á barnaníðingum með þessum hætti. Um 70 - 80 prósent barnaníðinga hafa sótt barnaklám á netinu. Og um 70 - 80 prósent þeirra sem sækjast í barnaklám á netinu hafa framið kynferðisbrot gegn börnum. Lögreglan vinnur með hliðsjón af þessum staðreyndum í dag. Þeir sem ætla sér að nálgast börn með kynferðisofbeldi í huga gera það ekki með því að beita þau líkamlegu ofbeldi, heldur beita þeir "nærgætnu" ofbeldi til að komast að þeim." Kristján Ingi sagði að líkja mætti barnaníðingum við fíkla. Þeir gerðu hvað sem er til þess að nálgast börn. Ef þeir næðu barni til sín væru allar líkur á að þeir kæmust eins langt með það og þeir ætluðu sér. Hann sagði enn fremur að enginn gæti verið óhultur fyrir barnaníðungum. Algengur misskilningur foreldra væri sá, að þau héldu að börnin væru óhult fyrir ofbeldismönnunum ef þau væru látin fylgja útivistarreglum. "Barnaníðingar aðlaga sig að útivistarreglum barna. Þeir vilja ekki að börn sem þeir hafa læst klónum í brjóti þær, því það gæti vakið spurningar sem kæmu upp um afbrot þeirra. Þeir hanga á einkamálarásum og opnum spjallrásum á netinu, þeir eiga msn - netfang hjá fjölda barna. Þeir bíða og þeir vinna að því að fá börnin til að hitta sig. Þeir gera það markvisst, öllum stundum, allan sólarhringinn."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira