Sport

Barca og Juventus halda forystunni

Bæði Barcelona og Real Madríd unnu leiki sína í spænsku 1. deildinni í fóbolta í gær og Barcelona hefur því enn sex stiga forystu þegar sex umferðir eru eftir. Barcelona sigraði Getafe 2-0. Ronaldhino og Ludovic Giuly skoruðu mörkin. Real Madrid sigraði Levante 2-0 þar sem Ronaldo skoraði bæði mörkin. Villareal er í þriðja sæti eftir markalaust jafntefli við Betis. Villareal er með 52 stig eins og Sevilla sem tapaði 0-1 á heimavelli á laugardag fyrir Osasuna. Juventus náði þriggja stiga forystu í ítölsku 1. deildinni þegar liðið lagði Lecce að velli 5-2. Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði þrennu. Hann er búinn að skora 15 mörk í deildinni eða jafnmörg og Brasilíumaðurinn Adriano hjá Internazionale. Aðeins Alberto Gilardino hjá Parma með 16 mörk og Vincenzo Montella hjá Roma með 20 mörk hafa skoraði oftar í deildinni en Zlatan. AC Milan er núna þremur stigum á eftir Juventus en Milanómenn biðu lægri hlut fyrir Siena, 2-1. Í Frakklandi hefur Lyon ellefu stiga forystu á Lille. Lyon tapaði í fyrsta sinn á heimavelli á leiktíðinni í gær þegar Paris St. Germain vann rimmu liðanna,1-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×