Hefur ekkert að fela 20. apríl 2005 00:01 Framsóknarflokkurinn hefur ákveðið að gera opinber öll fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl einstakra þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Forsætisráðherra segir öll sín tengsl löngu upplýst. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, spurði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á Alþingi í dag hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að láta birta opinberlega yfirlit yfir fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl ráðherra við fyrirtæki og sjóði á sambærilegan hátt og gert væri í Danmörku. Hann sagði þessa spurningu mjög aðkallandi þegar fyrir dyrum lægi enn ein einkavæðingin á stóru fyrirtæki, auk þess sem komið hafi í ljós að stjórnarliðar, eða nánustu samherjar þeirra í stjórnmálum, séu viðriðnir fyrirtæki sem tengist einkavæðingunni. Forsætisráðherra svaraði því til að líklega yrði að ganga ansi nærri friðhelgi einkalífs ráðherra ef slíkar reglur ættu að þjóna einhverjum tilgangi. Hins vegar væri eðlilegt að fjallað yrði um reglur sem næðu til þingmanna allra. Og þingflokkur Framsóknarflokksins hefur ákveðið að taka af skarið í þessu máli. Hann hefur ákveðið að setja sér reglur um og birta opinberlega upplýsingar um fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Auk þess mun flokkurinn birta upplýsingar um þóknun þingmanna fyrir önnur launuð störf, aðild þeirra að hagsmunasamtökum og upplýsingar um gjafir, hlunnindi og boðsferðir. Jónína segist vonast til þess að allar upplýsingar um þessi tengsl verði komnar inn á heimasíðu Framsóknarflokksins strax í næstu viku. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki geta sagt til um hvenær upplýsingarnar verði gerðar opinberar, að öðru leyti en því að það verði fljótlega. Spurður hvort þetta þýði að öll hans tengsl verði gerð opinber segir ráðherrann að hans tengsl séu ekki mikil; hann eigi aðeins lítinn hluta í fyrirtæki á Hornafirði sem hann hafi erft eftir foreldra sína og greint hafi verið frá öllu sem því tengist. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur ákveðið að gera opinber öll fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl einstakra þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Forsætisráðherra segir öll sín tengsl löngu upplýst. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, spurði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á Alþingi í dag hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að láta birta opinberlega yfirlit yfir fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl ráðherra við fyrirtæki og sjóði á sambærilegan hátt og gert væri í Danmörku. Hann sagði þessa spurningu mjög aðkallandi þegar fyrir dyrum lægi enn ein einkavæðingin á stóru fyrirtæki, auk þess sem komið hafi í ljós að stjórnarliðar, eða nánustu samherjar þeirra í stjórnmálum, séu viðriðnir fyrirtæki sem tengist einkavæðingunni. Forsætisráðherra svaraði því til að líklega yrði að ganga ansi nærri friðhelgi einkalífs ráðherra ef slíkar reglur ættu að þjóna einhverjum tilgangi. Hins vegar væri eðlilegt að fjallað yrði um reglur sem næðu til þingmanna allra. Og þingflokkur Framsóknarflokksins hefur ákveðið að taka af skarið í þessu máli. Hann hefur ákveðið að setja sér reglur um og birta opinberlega upplýsingar um fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Auk þess mun flokkurinn birta upplýsingar um þóknun þingmanna fyrir önnur launuð störf, aðild þeirra að hagsmunasamtökum og upplýsingar um gjafir, hlunnindi og boðsferðir. Jónína segist vonast til þess að allar upplýsingar um þessi tengsl verði komnar inn á heimasíðu Framsóknarflokksins strax í næstu viku. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki geta sagt til um hvenær upplýsingarnar verði gerðar opinberar, að öðru leyti en því að það verði fljótlega. Spurður hvort þetta þýði að öll hans tengsl verði gerð opinber segir ráðherrann að hans tengsl séu ekki mikil; hann eigi aðeins lítinn hluta í fyrirtæki á Hornafirði sem hann hafi erft eftir foreldra sína og greint hafi verið frá öllu sem því tengist.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira